Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 26
26
um Ísland. Það kemur til dæmis fram í lýsingunni á viðtökum skáldsögu
Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, í Þýskalandi: „„Morandi í íslenskri
meinfyndni,“ segja Þjóðverjar hrifnir. Þessir aulafyndnu, grófu, ófág-
uðu Íslendingar!“64 Þýska myndin af Íslandi er gerð einfeldningsleg með
kaldhæðni. Í umfjöllun um þátttöku Íslands á bókasýningunni sem flutt
var í menningarþættinum Kulturkontoret hjá danska ríkisútvarpinu birt-
ist nokkuð hefðbundnari innrömmun íslenskra bókmennta í yfirskriftinni
Eldsumbrot í íslenskum bókmenntum.
Íslensku sjálfsmyndirnar sem birtust í sambandi við bókasýninguna í
Frankfurt benda til togstreitu og óvissu um hvort Evrópa muni gleypa
Ísland eða gleyma því. Í samræmi við kenningu Kristins Schram hafn-
ar Ísland enn eina ferðina á mörkum hins kunnuglega, í þetta skiptið á
mörkum undraveraldar eða sem annar(legur) staður. Þetta er aðferð sem
notuð er í herferðum íslenskrar ferðaþjónustu á erlendri grund. Á enskri
heimasíðu Ferðamálastofu, www.icelandtouristboard.com er fjöldi mynda þar
sem Íslandi er teflt fram sem eins konar heterótópíu eða sem andstæðu
þeirrar siðmenningar sem við þekkjum. Eitt dæmi um þetta er ‚vinjettu-
mynd af ferðalöngum uppi á jökli sveipuðum þoku með svohljóðandi skýr-
ingartexta: „Ísland er yfirnáttúruleg paradís.“65 Landinu er ekki bara teflt
fram sem stað utan tíma siðmenningarinnar, því talað er um paradís, held-
ur einnig fjarri þeim heimi sem við þekkjum, því það er yfirnáttúrulegt (e.
unearthly). Á annarri ljósmynd má sjá jeppa sem lagt er á vegbrún þar sem
64 Sama heimild.
65 Sjá NY Daily News: http://www.icelandtouristboard.com [sótt 31. desember 2011].
Á ensku er textinn svona: „It’s an unearthly paradise in Iceland“.
ANN-SOFIE NIELSEN GREMAUD
Mynd af heimasíðu Ferðamálastofu: http://www.icelandtouristboard.com.