Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 28
28
arinnar. Tenging Íslands við töfra, annarleika og hið heterótópíska gæti
viðhaldið dul-lendustöðu landsins, stöðu sem að vísu hefur tekist að hag-
nýta í markaðslegu tilliti. Töfrarnir eru í gildi og efnahagskreppan virðist
styrkja stöðu Íslands í umræðunni um hvernig kynna beri náttúru landsins
og bókmenntir. Í kjölfar ójafnvægis og trúnaðarbrests fylgir óvissulögmál
menningar og náttúruafla. Allt virðist þetta renna saman í eitt og það sem
eftir stendur er fyrst og fremst jákvæð skírskotun til hins ófyrirséða, hins
áhugaverða og tækifæranna sem í því búa. Í efninu frá bókasýningunni í
Frankfurt var dregin upp mynd af Íslandi á viðkvæmum stað á milli þess
sem við þekkjum og hins óvænta sem viðheldur forvitni útlendinga, eins
og hjá Lísu þegar hún stígur inn í spegilinn.
Salvör Aradóttir þýddi.
ÚTDRÁTTUR
Ísland sem rými annarleikans
Myndir frá bókasýningunni í Frankfurt árið 2011
í ljósi kenninga um dul-lendur og heterótópíur
Í þessari grein er leitast við að lýsa því hvernig Ísland var kynnt á bókasýningunni
í Frankfurt árið 2011. Megináherslan er á arfleifð hugmynda um tíma og rými og
hvernig hún birtist í kynningu landsins í Evrópu. Í kynningu landsins undir fyrir-
sögninni Sagenhaftes Island – Fabulous Iceland – Sögueyjan Ísland – eimir eftir af hug-
myndum um tíma og rými sem hafa orðið til í gagnkvæmri sjálfsmyndarmótun
öldum saman. Fjallað er um hugmyndina um Ísland sem stað annarleikans (e. a place
of otherness) í ljósi kenninga um önnur rými, eins og heterótópíur Foucaults, og í
ljósi gagnrýni á evrópumiðaðar hugmyndir um tíma og rými. Til að skoða tengsl
eigin lýsinga og annarra eru bornar saman myndir og ritaðar lýsingar sem birtust
í sambandi við bókasýninguna. Meðal yfirlýstra markmiða með þátttöku í bóka-
sýningunni var mótun nýrrar ímyndar af Íslandi eftir kreppuna. Í þessari grein er
spurt hvort ímyndin sem mótuð var sé í raun og veru ný.
Lykilorð: bókasýningin í Frankfurt, heterótópía, dul-lendufræði, ímyndafræði, mark-
aðssetning þjóðarímyndar
ANN-SOFIE NIELSEN GREMAUD