Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 31
31
„Þingvallanefndin hefur komið með tillögu um, að láta búa til postulíns-
hund (lat. canis postilionis) til minningar um 1000 ára afmæli Alþingis og
hins íslenska lýðveldis.“1 Þannig hófst greinarkorn um þátt postulínshunda
í íslenskri menningu sem birtist í háðsádeiluritinu Speglinum snemma árs
1928. Tilefni „úttektar“ blaðsins á þessum málum má rekja til áforma
undir búningsnefndar Alþingishátíðarinnar um að láta framleiða veggskildi
eða skrautplatta úr postulíni til minningar um hina miklu menningarhátíð
sem framundan var árið 1930. Nefndin hafði auglýst eftir tillögum að útliti
á hátíðarplatta en hafði þá sætt harkalegri gagnrýni á síðum Morgunblaðsins.
Þótti það í meira lagi óviðeigandi að gefa út jafn danskan minjagrip og
postulínsplatta í tilefni hátíðar sem átti framar öðru að sýna fram á sterka
stöðu Íslendinga sem sjálfstæðrar menningarþjóðar2 og skilgreina menn-
ingarlega sérstöðu hins nýfullvalda ríkis frá gömlu herraþjóðinni.3
1 Spegillinn 28. janúar 1928, bls. 12.
2 Morgunblaðið 13. janúar 1928, bls. 4; Magnús Jónsson, Alþingishátíðin, Reykjavík:
Leiftur, bls. 103.
3 Sbr. Ragnheiður Kristjánsdóttir, „1930 – ár fagnaðar? Um afstöðu kommúnista til
Alþingishátíðarinnar“, Kvennaslóðir. Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræð-
ingi, ritstj. Anna Agnarsdóttir o.fl., Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands, 2001, bls.
430–440, hér bls. 430–431; Guðmundur Hálfdanarson og Ólafur Rastrick, „Cult-
ure and the Construction of the Icelander in the 20th Century“, Power and Culture.
Hegemony, Interaction and Dissent, ritstj. Ausma Cimdiņa og Jonathan Osmond, Pisa:
Edizioni Plus 2006, bls. 101–117, hér bls. 104–108.
Ólafur Rastrick
Postulínshundar
og glötuð meistaraverk
Um verkefni íslenskrar menningarsagnfræði
á þriðja áratug tuttugustu aldar
Ritið 1/2012, bls. 31–47