Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 33

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 33
33 þessu tilefni. Hann var framleiddur í verksmiðjum Bing & Grøndahl og skartaði teikningu Thoru Friðriksson af Úlfljóti þar sem hann stendur hnarreistur á barmi Almannagjár og bendir yfir Vellina.7 Viðbrögð við ráðagerðum undirbúningsnefndar Alþingishátíðarinnar um plattaframleiðslu og ekki síst umfjöllun um postulínshunda í því sam- hengi er tilefni til að skoða nánar táknmynd slíkra hunda í íslensku samfé- lagi á þriðja áratugnum. Þótt ekki sé einleikið að útskýra háð á borð við það sem birtist í Speglinum má ætla að skírskotun höfundar til postulínshunda í stað postulínsplatta gefi til kynna að táknleg staða hundsins hafi verið með þeim hætti að það hafi þótt verulega fjarstæðukennt að tengja hann „1000 ára afmæli Alþingis og hins íslenska lýðveldis“. Hér að neðan verður þessi staða postulínshundsins sett í samhengi við mat íslenskra menntamanna á menningarlegri stöðu íslensks samfélags á fyrstu árum fullveldis og hvern- ig þeir báru hana saman við stöðu nágrannaþjóðanna sem gjarnan var vísað til sem „menningarþjóðanna“. Staðnæmst verður við kröfur um nauðsyn þess að efla rannsóknir á íslenskri menningar- og listasögu í þeim tilgangi að vekja athygli á fjölþættri menningararfleifð Íslendinga og styrkja tengsl almennings á Íslandi við merkar menningarlegar rætur sínar, tengsl sem virtust að mati ýmissa menntamanna hafa rofnað. Eyðurnar í íslenskri menningu Þegar sjálfstæðismálið komst almennilega á dagskrá á Íslandi um miðjan fyrsta áratug tuttugustu aldar og einkanlega eftir 1918 fóru ýmsir íslenskir menntamenn að veita athygli þeim menningarmun sem virtist vera milli Íslands og nágrannalandanna. Af samanburðinum spratt hugsun um að eitthvað vantaði upp á til að unnt væri að líta á íslenska menningu sem heildstæða og þar með að Íslendingar gætu með fyllilega sannfærandi hætti litið á sig sem menningarþjóð meðal menningarþjóða. Íslendingar gátu svo sannarlega gert tilkall til merkilegs bókmenntaarfs en hvað með önnur svið lista og menningar sem aðrar menningarþjóðir virtust svo ríkar af. Þessa tilhneigingu til að horfa til menningarinnar á grundvelli ófull- komleika hefur indverski sagnfræðingurinn Dipesh Chakrabarty fjallað um með vísan til sambands nýlendna og herraþjóða. Í opinberri umræðu á Indlandi á nítjándu og fyrri hluta tuttugustu aldar, segir Chakrabarty, þjónaði „Evrópa“ sem menningarlegt viðmið. Hugtakið „Evrópa“ fól 7 Helga Skúladóttir Schopka, „Danskir plattar með íslensku efni“, bls. 9. POSTULÍNSHUNDAR OG GLöTUÐ MEISTARAVERK
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.