Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 41
41
Ef til vill var það fyrir tilstilli þessa brots úr rímunum að hundurinn
rataði „heim“ frá Kaupmannahöfn eftir fráfall Valtýs árið 1928. Tveimur
árum síðar var hann kominn á Þjóðminjasafn Íslands. Megnið af tuttug-
ustu öldinni var hann hafður til prýði á skrifstofu þjóðminjavarðar en er nú
varðveittur í geymslum safnsins ásamt öðrum þjóðargersemum.30 Þar var
raunar fyrir á fleti hundur Jóns og Ingibjargar sem fylgt hafði innanstokks-
munum þeirra sem gefnir höfðu verið safninu.31
En þrátt fyrir þann sess sem postulínshundur Valtýs skipar í menn-
ingarsögunni verður ekki annað sagt en að hundar af hans kyni hafi búið
yfir mismiklu menningarauðmagni. Ofangreind dæmi um skrif í íslensk
blöð og tímarit sýna að þegar kom fram á þriðja áratug tuttugustu aldar
höfðu postulínshundar „aukið kyn sitt“ svo mjög að þeir fyrirfundust víða
á heimilum, ekki bara í heldrimannahúsum heldur líka á sveitabæjum eins
og þeim sem Ásgeir Ásgeirsson heimsótti sumarið 1923. Að hluta til kunna
ólík viðhof til postulínshunda að ráðast af því að postulínshundar eins og
aðrir hundar þykja af misgóðu kyni og misvel úr garði gerðir hvað fegurð
snertir. Ekki er loku fyrir það skotið að postulínssveitahundar á Íslandi hafi
almennt ekki verið nægjanlega vel ættfærðir ólíkt þeim sem voru á boð-
stólunum í postulínsversluninni við Avenue de l’Opera og öðrum útsölu-
stöðum virtra postulínsframleiðenda. En fleira kann að hafa komið til enda
ber ofangreind gagnrýni á þá sem héldu postulínshunda vitni um að lítt
stoðaði að stilla upp evrópskum skrautmunum á kommóðum íslenskra
sveitaheimila til að bæta úr menningarhallanum.
Í rannsóknum sínum á smekk og smekkvísi gerði franski félagsfræðing-
urinn Pierre Bourdieu grein fyrir því hvernig merkingarlegt gildi menn-
ingarvarnings af ýmsum toga er breytingum háð. Félagsleg aðgreining fel-
ist meðal annars í því hvernig smekkur ákveðinna hópa samfélagsins hefur
í tímans rás bundist ákveðnum vörum. Hópar í samfélaginu sem álíta sig
hafa fágun og smekkvísi til að bera geti þannig fundið samsvörun milli eigin
smekks og tiltekins varnings eða, með öðrum orðum, talið sig „bera kennsl
á sig í vörunni“.32 Jafnframt ræður fágæti vörunnar talsverðu um gildi
30 Upplýsingar frá Þjóðminjasafni Íslands. Postulínshundur Valtýs ber nú safn-
númerið Þjms. 10606.
31 Páll Björnsson, Jón forseti allur?, bls. 61–65.
32 Pierre Bourdieu, „Myndbreyting smekksins“, þýð. Egill Arnarson, Almennings-
álitið er ekki til, ritstj. Davíð Kristinsson, Reykjavík: Omdúrman og Reykjavík-
urAkademían, 2007, bls. 45–59, hér bls. 54–59.
POSTULÍNSHUNDAR OG GLöTUÐ MEISTARAVERK