Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 55
55
um sögulegu framúrstefnunnar á Íslandi á þriðja áratugnum leiðir í ljós að
gagnrýnin á fagurfræði evrópsku ismanna beinist ekki aðeins að stökum
verkum íslenskra listamanna og rithöfunda heldur endurspeglar hún „ótta
íslenskra menntamanna við að angar róttækra listhreyfinga frá meginlandi
Evrópu teygi sig hingað til lands“.15 Hann segir að gagnrýnin snúist um
„hugmyndina um íslenska framúrstefnu og framtíð íslenskrar menningar
fremur en raunverulega fagurfræðilega starfsemi eða nýjungar“. Viðleitni
til þess að kynna nýja strauma er þannig mótmælt harðlega með þeim
rökum að þeir geti rofið þjóðlega hefð en þeir eru jafnframt nauðsynleg
forsenda hennar, líkt og Benedikt bendir á: „Mynd heilbrigðrar þjóðlegrar
listsköpunar og bókmennta þarfnast framúrstefnunnar sem andstæðu, sem
aðsteðjandi ógnar ómenningar, úrkynjunar og sjúkleika, til að skilgreina
eigin markmið, eðli og einkenni.“16 En sambandið á milli hins nýja og
gamla, innlenda og erlenda er enn margbrotnara því að grein Benedikts
leiðir í ljós að íhaldssöm og þjóðernisleg gagnrýni af þessum toga er einnig
innflutt og í anda tímans.17 Rökin um hefðarrof og myndmál sjúkleika
og úrkynjunar á að miklu leyti rætur í skrifum íhaldssinnaðra þýskra og
danskra þjóðernissinna á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Í þessum átök-
um þriðja áratugarins hér á landi má þannig, að mati Benedikts, greina
sömu hugmyndalegu gerjun og í Evrópu: „Hlutverk listarinnar er skil-
greint á forsendum ólíkra orðræðna um menningarhefð og þjóðerni,
nauðsyn þjóðfélagslegrar byltingar, menningarlega endurnýjun og andlega
vakningu nútímans.“18
Skrif Sigurðar Nordals í Vöku eru framlag til þessarar umræðu og til-
raun til þess að móta íslenska menningarstefnu sem byggist á því að sætta
andstæð sjónarmið sem uppi eru. Kenning Nordals er sú að átök and-
stæðna og hvers konar öfgar séu merki um viðvaningsstig og undanfari
15 Benedikt Hjartarson, „Af úrkynjun, brauðryðjendum, vanskapnaði, vitum og sjá-
endum. Um upphaf framúrstefnu á Íslandi“, Ritið, 2006/1, bls. 79–119, einkum bls.
119.
16 Sama heimild, sama stað.
17 Þess má geta að Halldór Guðmundsson hefur einnig bent á ákveðin tengsl íhalds-
hugmynda þriðja áratugarins hér á landi við hugmyndastrauma af sama tagi í Evr-
ópu. Sjá Halldór Guðmundsson, „Loksins, loksins“. Vefarinn mikli og upphaf íslenskra
nútímabókmennta, Reykjavík: Mál og menning, 1987, einkum bls. 45–61. Umræðu
um efnið er einnig að finna í riti Árna Sigurjónssonar, Laxness og þjóðlífið. Bókmenntir
og bókmenntakenningar á árunum milli stríða, Reykjavík: Vaka – Helgafell, 1986,
einkum bls. 29–63.
18 Benedikt Hjartarson, „Af úrkynjun, brauðryðjendum, vanskapnaði, vitum og sjá-
endum. Um upphaf framúrstefnu á Íslandi“, Ritið, 2006/1, bls. 119.
VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN