Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 56
56
hnignunar en samruni og sátt andstæðna skapi menningu á háu stigi. „öll
menning er samruni andstæðna, jafnvægi, samræmi,“ segir Sigurður og
vísar til þróunar íslenskra bókmennta á miðöldum þar sem hápunkturinn
hafi verið Íslendingasögur ritaldar en hnignunin birst í lygisögum og ridd-
arasögum fjórtándu aldar þegar jafnvægið raskast og við taka „andstæður
lærðs stíls og leiks, vísinda og skemmtunar“ (1:94).19 Í greininni gerir
Sigurður andstæður hins innlenda og erlenda sérstaklega að umræðuefni
og segir hnignun bókmenntanna á fjórtándu öld vera „dæmi erlendra
áhrifa, sem báru þjóðina alveg ofurliði“ (1:88). Erlend áhrif eru aðeins
æskileg í „heilbrigðu jafnvægi“ við heimafengna hugsun sem þýðir í raun
að Sigurði þykir „nauðsynlegt, að sú menning, sem vex upp fyrir aðkomin
áhrif, standi djúpum rótum í eðli og fortíð þjóðarinnar“ (1:88).
Nordal er undir áhrifum þýskrar menningarsagnfræði. Johann Gottfried
Herder (1744–1803) er helsti kennismiður þjóðernishugmynda nútímans
og hafði mikil áhrif meðal íslenskra menntamanna á fyrri hluta tuttug-
ustu aldar en hann lýsti lífrænni þróun menningarinnar þar sem þroska-
skeið leiðir til gullaldar sem óumflýjanlegt hnignunarskeið tekur við af.20
Oswald Spengler byggði menningarbölhyggju sína á þessum hugmyndum
og hafði áhrif hérlendis, eins og Ragnar E. Kvaran ýjar að.21 Hnignun
vestrænnar menningar sá Spengler í borgarmenningu og áhrifum nútíma-
frelsishugmynda og má heyra skýran enduróm af þeim málflutningi í skrif-
um Nordals.22 Hann skynjar sig á tímamótum – en „Tímamót“ er einmitt
yfirskrift fyrsta kafla fyrri „Bókmenntaþáttarins“ í Vöku – og óar við sífellt
auknu flæði erlendra áhrifa sem samanstanda meðal annars af „glysi og
ómenningu“ (1:89). Tímamótin segir hann að komi „einkum fram í bar-
áttu íslenzkrar erfðavenju við erlendar nýjungar“ (1:89) og þessar andstæð-
ur reynir hann að sætta í greininni. Í „Bókmenntaþáttum“ annars heftis
dregur hann upp merkilega sögulega líkingu við kristnitöku Íslendinga um
það hvernig best sé að veita erlendum nýjungum viðtöku í samtímanum en
19 Páll Skúlason lýsir heimspekilegri orðræðu Sigurðar Nordals sem leit að sáttum
á milli þeirra mótsagna sem einkenna líf mannsins óhjákvæmilega: „Hann brást
við með því að leita skýringa á þeirri lifandi mótsögn sem maðurinn er og reyna
að finna leiðir til lausnar á henni.“ Sjá Pál Skúlason, „Heimspekin og Sigurður
Nordal“, Tímarit Máls og menningar 1/1984, bls. 29–36, hér bls. 31.
20 Sigríður Matthíasdóttir fjallar um kenningar Herders og áhrif þeirra hérlendis á
fyrri hluta tuttugustu aldar í riti sínu, Hinn sanni Íslendingur, bls. 24–26 og 47–48.
21 Sama heimild, bls. 119.
22 Sigurður Nordal, „Mark íslenskra ungmennafélaga“, Skinfaxi 2/1925, bls. 49–56,
hér bls. 54.
ÞRöStuR HelGASoN