Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 57
57
það er augljóst að uppskriftin að annarri gullöld liggur í sáttum stríðandi
andstæðna:
Þeir taka kristnina í lög á alþingi með fullu viti og skynsemi, og
kippa með því taumunum úr höndum æsingamanna beggja flokka.
En í stað þess að gleypa við miðaldakirkjunni, sem þá var heims-
menningin, fara þeir sínar eigin leiðir í kirkjuskipan og kristnihaldi.
Þeir taka við nýjum hugsunum, ritlist og siðfágun. En þeir hafna
veldi einangraðrar klerkastéttar, oftrú og munkamærð. Að vísu kost-
aði þetta sífellda baráttu og að lokum urðu erlendu áhrifin yfirsterkari á
ýmsum sviðum. En meðan baráttunni var haldið uppi átti íslenzk menn-
ing sitt bezta skeið. Íslenzkar fornbókmenntir hefðu hvorki skapazt
án þeirra nýju áhrifa, sem með kristninni komu, né heldur, ef hið
þjóðlega viðnám við valdi kirkjunnar hefði verið veikara, ef þjóðin
hefði kastað rýrð og fyrirlitningu á fornan fróðleik og hugsunarhátt.
(2:243; leturbr. hér)
Ljóst má vera að Nordal er ekki talsmaður módernísks hefðarrofs.
Hugmynd hans um samruna hins gamla og nýja lýsir fagurfræðilegri
íhaldssemi en hið sama mætti raunar segja um hugmynd T.S. Eliots
(1888–1965) í frægri grein frá 1919, „Hefðin og hæfileiki einstaklingsins“
(„Tradition and the Individual Talent“), um „samræmi hins gamla og hins
nýja“.23 Þvert á aðrar módernískar eða framúrstefnulegar yfirlýsingar á
fyrstu tveimur áratugum síðustu aldar fjallar Eliot ekki um neins konar
uppreisn gegn fortíðinni. Að öðru leyti eiga viðhorf þeirra Nordals til
sambands hefðar og nýsköpunar fátt sameiginlegt. Að mati Eliots verður
skáldskapurinn til í sístöðugu rými þar sem fortíð og samtíð renna saman,
þar sem „nútíðin get[ur] breytt fortíðinni á sama hátt og nútíminn mótast
af hinu liðna“.24 Hjá Nordal verður skáldskapurinn aftur á móti til í sögu-
legu rými sem er afurð línulegrar hefðar. Hið móderníska samtímahugtak,
sem rúmar fortíð og jafnvel framtíð, er ekki að finna í skrifum Nordals
um bókmennta- og menningarsögu.25 Ef þessum samanburði er haldið til
23 T.S. Eliot, „Hefðin og hæfileiki einstaklingsins“, Matthías Viðar Sæmundsson
þýddi, Spor í bókmenntafræði 20. aldar. Frá Shklovskíj til Foucault, ritstj. Garðar
Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir, Reykjavík: Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Íslands, 1991, bls. 43–52, hér bls. 45.
24 Sama heimild, sama stað.
25 Undantekninguna er hugsanlega að finna í greininni „Viljinn og verkið“ sem Sig-
urður skrifar í þriðja hefti Vöku 1929, bls. 257–269. Þar skýrir hann tengsl minn-
VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN