Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Qupperneq 63
63
síðan orðið stutt í hugmyndina um tengsl snilldar og geðveiki sem var
vinsælt umfjöllunarefni síð- og/eða nýrómantískra verka, svo sem smásögu
Nordals.
Agnar er taugalæknir. Einn af sjúklingum hans er ungur píanóleikari,
Einar, sem fór yfir um vegna þess að hann þoldi ekki álagið sem fylgdi því
að gefa sig listinni á vald. Þegar Agnar heyrir Einar leika á píanóið af tryll-
ingslegri snilld minnir það hann á „undirdjúp og myrkviði, að lífið er ekki
allt pólitík og peningar“.42 Spurningar vakna með honum um hvort rétt
sé að lækna Einar en Agnar velkist ekki í neinum vafa um að það sé hægt:
„[...] – mér finnst stundum synd að lækna hann. Því ekki að lofa honum að
spila sig í hel á fáum mánuðum, lifa stutt og lifa vel, brenna upp? Mættum
við hin ekki öfunda hann?“ (62). Einnig vakna með honum spurningar um
hvort hann sjálfur hafi valið rétt þegar hann ákvað að verða læknir og gefa
skáldskapinn upp á bátinn. Í honum vógust á tveir kostir, hin beina braut
vísindanna og tilvera „fyrir utan öll lög og venjur, þar sem ekkert væri
hversdagslegt, allt óvænt og sérstætt“ og „takmark lífsins væri [...] að skapa
nýjar tegundir af sálarlífi, nema ný lönd í ljósaskiptum vitundarinnar, finna
nýjar sorgir og nýjar syndir, þar sem ríki hamingjunnar sleppti“ (64).
Þórdís, æskuástin sem Agnar glataði, deilir ekki þessum innri óróa með
Agnari og verður óttaslegin þegar hann ámálgar seinni kostinn og býst til
varnar þótt hún eigi „ekkert af ósjálfræði og einhuga dýrsins“ (64). Hún
er óklofin, full af borgaralegri vissu: „Í huga hennar ægði saman siðferðis-
reglum, sem henni höfðu verið innrættar frá barnæsku, kvenlegri feimni,
borgaralegu stolti en þó bar þar mest á óttanum við þennan undarlega
mann [...]“ (64). Hryggbrotið verður til þess að Agnar endar 23 ára gam-
all á taugahæli þar sem hann skoðar „sjálfan sig og líf sitt niður í kjölinn“
(68) og kemst að þeirri niðurstöðu „sem hann hafði lifað nákvæmlega eftir
upp frá því“ að „rithöfundarbrautin, sem hann hafði dreymt um að ganga,
leiddi hann aðeins til líkamlegrar og andlegrar glötunar“ (68; leturbr. í
frumtexta). Hann velur að vaka yfir „reglu og ró í líferni sínu“ frekar en
að verða óreiðu og æði listarinnar að bráð. Hann skrifar sér einungis til
skemmtunar og hugarhægðar, til þess að „gefa því, sem eftir var af ólgu
æskunnar, einhverja afrás“, segir hann og bætir við: „Betra er að skrifa
vitleysuna en lifa hana“ (69). Og hann les á hverjum morgni „kafla úr
einhverju grísku gullaldarriti“ enda hafði honum „smátt og smátt farið að
42 Sigurður Nordal, „Lognöldur“, List og lífsskoðun I, Reykjavík: Almenna bókafélagið,
1987, bls. 62. Í eftirfarandi umfjöllun um söguna verður vísað til þessa rits í megin-
máli með blaðsíðutali innan sviga.
VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN