Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 64
64
finnast þessar bókmenntir betri en allar hinar nýju, einfaldari og fullkomn-
ari“ (68; leturbr. hér). Hann er góður borgari þjóðfélagsins og býr yfir
sérhæfingu sem dugar ekki aðeins til að sigrast á sjúkdómum heldur og
sorgum. Um það leyti er hann frétti trúlofun Þórdísar „komst hann út í hið
heiðríka frostviðri Stóumanna og lærði, að allar tilfinningar væru á eigin
valdi þess, sem vizkuna ætti“ (70). Hann hefst handa við að sundurgreina
ást sína „þangað til róin tók að færast yfir hann“ (70). En þrátt fyrir þennan
sigur sækir angistarfullur efi á Agnar því að hann situr eftir allt uppi með
kulnað hjarta, molnað sjálf og slokknaðan skáldskaparneista. „Hann hafði
svikið sjálfan sig, svikið lífið“ (74), hugsar hann með sér bölmóðugur og
efast jafnvel um að hann sé að lesa réttu bækurnar, ástæðan fyrir því að
hann lesi bókmenntir Grikkja sé einungis sú að „þær heimtuðu svo lítið af
honum“, að hann „óttaðist hið nýja“ þar sem eitthvað væri að fæðast (74). Í
geðshræringu sest hann við að skrifa ljóð um angist sína en hann er „kuln-
aður gígur“ (76). Hann setur ljóðið í skrifborðsskúffuna frekar en að henda
því. Í lok sögu færist stóísk ró aftur yfir huga hins borgaralega manns: „Og
áður en haninn gól í þriðja sinn, svaf Agnar læknir í rúmi sínu og dró and-
ann djúpt og reglulega“ (76).
Í eftirmála að annarri útgáfu á Fornun ástum frá árinu 1949 segir Nordal
að ef kjarninn sé skilinn frá hisminu sé lífsskoðunin sem móti bókina „trúin
á gildi og reynslukosti einstaklingsins, krafan til leitar hans að sem fyllstum
og heilustum þroska“.43 Þetta er kenning Schillers í hnotskurn og ein af
gildustu stoðunum undir fagurfræði Nordals og rannsóknaraðferð – og að
hluta til einnig þjóðernishugmyndum. Það verður að hafa í huga að varla
er hægt að tala um einstaklings- og höfundarhugtak Nordals án þess að
hafa þjóðernishyggju hans á bak við eyrað. Þar eru áhrifin af hugmyndum
Herders til að mynda greinileg.44 Þjóðin var lífvera, persónuleiki með sér-
stök einkenni og þjóðaranda eða þjóðareðli sem birtist í þjóðtungunni. Í
gegnum tunguna og hefð hennar kynnist einstaklingurinn sjálfum sér og
þjóð sinni en tungan skilgreinir um leið félagslega stöðu einstaklingsins.
Bókmenntirnar eru því endurspeglun á þjóðareðlinu í huga Sigurðar og
jafnframt sönnun eða réttlæting þjóðríkisins, en einungis í miðlun hinna
fáu útvöldu, góðskáldanna og þjóðskáldanna sem „eiga allt í senn, andagift-
43 Sigurður Nordal, „Eftirmáli við aðra útgáfu Fornra ásta“, List og lífsskoðun I, bls.
162.
44 Um þjóðernishugmyndir Herders, sjá Frederick M. Barnard, Herder’s Social and
Political Thought. From Enlightenment to Nationalism, Oxford: Clarendon Press,
1967.
ÞRöStuR HelGASoN