Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 74

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 74
74 og 1955) en hið seinna og langlífara var eins konar arftaki Vaka.68 Andófið var fyrst og fremst tilraun til þess að sporna gegn áhrifum bandarískrar fjöldamenningar sem borist hafði af auknum þunga með hernum á stríðs- árunum. Það verður þó einnig að hafa í huga að þessi orðræða um hátt og lágt varð eins konar staðsetningartæki í menningarlandslaginu þegar módernisminn kom til sögunnar á seinni hluta nítjándu aldar. Með mód- ernismanum skerptust skilin á milli há- og lágmenningar og því hefur verið haldið fram að hann hafi verið skilgreindur – og jafnvel orðið til – í andstöðu við alþýðumenninguna.69 Munurinn á ritstjórnarstefnu tímaritanna tveggja sést og glögglega í efni Vaka. Fremst í fyrsta heftinu er greinin „Um málaralist“ eftir Hörð Ágústsson sem er eins konar inngangur að listfræði og listasögu. Greinin hefst á því að höfundur biður Íslendinga um að huga vel að þeim nýja gróðri sem fest hefur rætur í landinu og heitir myndlist, moldin hér sé frjó en ekki séu allir „á sama máli hvort eins hlífðarlaust hefur verið barizt við ýmsa óvini þessa nýgræðlings eins og þörf hefði verið á“.70 Greininni lýkur á ítarlegri úttekt á alþjóðlegri og íslenskri „nútímalist“ sem Hörður telur eiga möguleika hér á landi ef síaukið bilið á milli listarinnar og almennings verður brúað.71 Í fyrsta tölublaðinu eru einnig birt „Dagbókarbrot“ danska ljóðskáldsins Pouls la Cour (1902–1956) í þýðingu Sigfúsar Daðasonar en þau segist Sigfús styðjast hvað mest við í áðurnefndri grein sinni „Til varn- ar skáldskapnum“ sem birtist þetta sama ár í Tímariti Máls og menningar. Í þeirri grein segir Sigfús einmitt að vandamál íslensks nútímaskáldskapar verði „varla rædd af fullum heiðarleik án þess að taka afstöðu til skoð- ana prófessors Sigurðar Nordals“ og lætur síðan til skarar skríða: „Við munum aldrei eignast aðra gullöld bókmennta ef við erum ekki alþjóð- legir.“72 Sigfús finnur þessari skoðun auðvitað vissan stuðning í skrifum 68 Um andóf gegn fjöldamenningu á fimmta og sjötta áratugnum, sjá Dagnýju Kristjánsdóttur, „Árin eftir seinna stríð“, Íslensk bókmenntasaga, IV. b., bls. 419–661, hér bls. 433–434. 69 Sjá til dæmis umræðu hjá R. Brandon Kershner, „Modernity, Postmodernity and Popular Culture in Joyce and Eliot“, Modernism, 2. b., ritstj. Ástráður Eysteinsson og Vivian Liska, Amsterdam/Philadelphia: John Benjamins Publishing Company, 2008, bls. 607–617 og Andreas Huyssen, „Introduction“, After the Great Divide. Modernism, Mass Culture and Postmodernism, Bloomington: Indiana University Press, 1986, bls. vii–xii. 70 Hörður Ágústsson, „Um málaralist“, Vaki 1/1952, bls. 6–36, hér bls. 6. 71 Sama rit, bls. 35–36. 72 Sigfús Daðason, „Til varnar skáldskapnum“, Tímarit Máls og menningar 3/1952, bls. 266–290, hér bls. 275. ÞRöStuR HelGASoN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.