Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 74
74
og 1955) en hið seinna og langlífara var eins konar arftaki Vaka.68 Andófið
var fyrst og fremst tilraun til þess að sporna gegn áhrifum bandarískrar
fjöldamenningar sem borist hafði af auknum þunga með hernum á stríðs-
árunum. Það verður þó einnig að hafa í huga að þessi orðræða um hátt
og lágt varð eins konar staðsetningartæki í menningarlandslaginu þegar
módernisminn kom til sögunnar á seinni hluta nítjándu aldar. Með mód-
ernismanum skerptust skilin á milli há- og lágmenningar og því hefur
verið haldið fram að hann hafi verið skilgreindur – og jafnvel orðið til – í
andstöðu við alþýðumenninguna.69
Munurinn á ritstjórnarstefnu tímaritanna tveggja sést og glögglega í
efni Vaka. Fremst í fyrsta heftinu er greinin „Um málaralist“ eftir Hörð
Ágústsson sem er eins konar inngangur að listfræði og listasögu. Greinin
hefst á því að höfundur biður Íslendinga um að huga vel að þeim nýja
gróðri sem fest hefur rætur í landinu og heitir myndlist, moldin hér sé frjó
en ekki séu allir „á sama máli hvort eins hlífðarlaust hefur verið barizt við
ýmsa óvini þessa nýgræðlings eins og þörf hefði verið á“.70 Greininni lýkur
á ítarlegri úttekt á alþjóðlegri og íslenskri „nútímalist“ sem Hörður telur
eiga möguleika hér á landi ef síaukið bilið á milli listarinnar og almennings
verður brúað.71 Í fyrsta tölublaðinu eru einnig birt „Dagbókarbrot“ danska
ljóðskáldsins Pouls la Cour (1902–1956) í þýðingu Sigfúsar Daðasonar en
þau segist Sigfús styðjast hvað mest við í áðurnefndri grein sinni „Til varn-
ar skáldskapnum“ sem birtist þetta sama ár í Tímariti Máls og menningar.
Í þeirri grein segir Sigfús einmitt að vandamál íslensks nútímaskáldskapar
verði „varla rædd af fullum heiðarleik án þess að taka afstöðu til skoð-
ana prófessors Sigurðar Nordals“ og lætur síðan til skarar skríða: „Við
munum aldrei eignast aðra gullöld bókmennta ef við erum ekki alþjóð-
legir.“72 Sigfús finnur þessari skoðun auðvitað vissan stuðning í skrifum
68 Um andóf gegn fjöldamenningu á fimmta og sjötta áratugnum, sjá Dagnýju
Kristjánsdóttur, „Árin eftir seinna stríð“, Íslensk bókmenntasaga, IV. b., bls. 419–661,
hér bls. 433–434.
69 Sjá til dæmis umræðu hjá R. Brandon Kershner, „Modernity, Postmodernity and
Popular Culture in Joyce and Eliot“, Modernism, 2. b., ritstj. Ástráður Eysteinsson
og Vivian Liska, Amsterdam/Philadelphia: John Benjamins Publishing Company,
2008, bls. 607–617 og Andreas Huyssen, „Introduction“, After the Great Divide.
Modernism, Mass Culture and Postmodernism, Bloomington: Indiana University
Press, 1986, bls. vii–xii.
70 Hörður Ágústsson, „Um málaralist“, Vaki 1/1952, bls. 6–36, hér bls. 6.
71 Sama rit, bls. 35–36.
72 Sigfús Daðason, „Til varnar skáldskapnum“, Tímarit Máls og menningar 3/1952,
bls. 266–290, hér bls. 275.
ÞRöStuR HelGASoN