Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 75
75
Nordals en munurinn er sá að í huga unga skáldsins er litlar efasemdir að
finna um hollustu erlendra áhrifa fyrir íslenska menningu. Af öðru efni
í fyrsta heftinu má nefna ljóðrænan smáprósa eftir Thor Vilhjálmsson
(1925–2011) undir heitinu „Flugur. Dæmisaga úr daglega lífinu“ og grein
eftir Harold Miller sem heitir „Bandaríkjamaður lýsir þjóð sinni“ en þar
er fjallað um vélabrögð „ameríkanismans, þessa nýja púka“ og viðspyrnuna
við honum.73
Annað heftið (hið seinna), sem kom út árið 1953, fylgir hinu módern-
íska erindi þess fyrsta fast eftir. Á meðal efnis er ljóð eftir Sigfús Daðason
og um bók hans, Ljóð 1947–1951, skrifar Wolfgang Edelstein dóm og
segir sumt í henni marka „tímahvörf í nýjum skáldskap á Íslandi“.74 Sigfús
skrifar sjálfur jákvæðan dóm um aðra ljóðabók Stefáns Harðar Grímssonar
(1919–2002), Svartálfadans. Wolfgang gagnrýnir síðan harðlega skrif Sveins
Bergsveinssonar (1907–1988) um nútímaljóðlist í Andvara en Sveinn hafði
einnig skrifað greinar um sama efni í tímaritin Líf og list árið 1950 og
Menn og menntir ári seinna. Skrif hans voru framlag til hatramra deilna
þessara ára um hina svokölluðu formbyltingu atómskáldanna í ljóðlist.
Sveinn telur hið nýja ljóð illskiljanlegt, efnisrýrt, vitna um formdýrkun,
hugsjónaleysi, tómleikakennd, bölsýni, vera af erlendum rótum runnið og
úrkynjað.75 Þetta er endurtekið efni úr Jónasi frá Hriflu og hörðustu aftur-
haldsseggjum þriðja áratugarins, úrelt viðhorf, eins og Wolfgang færir rök
fyrir, enda áttu þau ekki eftir að hafa háværa talsmenn mikið lengur.76
73 Harold Miller, „Bandaríkjamaður lýsir þjóð sinni“, Þ[orkell] G[rímsson] íslenzkaði,
Vaki 1/1952, bls. 36–43, hér bls. 42.
74 W[olfgang] E[delstein], „Sigfús Daðason: Ljóð 1947–1951“, Vaki 1/1953, bls.
73–75, hér bls. 73.
75 Sjá Svein Bergsveinsson, „Um atómkveðskap“, Menn og menntir, 1/1951, bls. 4–16,
hér bls. 8.
76 Þorsteinn Þorsteinsson segir í inngangi að ritgerða- og pistlasafni Sigfúsar Daða-
sonar að greinin „Til varnar skáldskapnum“ hafi markað tímamót í umræðum um
nútímaskáldskap á Íslandi og eftir birtingu hennar hafi „harðvítugum árásum á
hina nýju ljóðlist sem staðið höfðu um hríð“ farið að linna. Sjá Sigfús Daðason,
Ritgerðir og pistlar, Reykjavík: Forlagið, 2000, bls. 9. Silja Aðalsteinsdóttir segir í
Íslenskri bókmenntasögu að eftir grein Sigfúsar og grein Einars Braga, „Í listum liggur
engin leið til baka“, í Birtingi (1/1955: 25–27) hafi opinber andmæli gegn hinni
nýju ljóðlist fjarað út að mestu en stakar andmælaraddir hafi heyrst æ síðan. Sjá
Silju Aðalsteinsdóttur, „Atómið sundrast“, Íslensk bókmenntasaga, V. b., Reykjavík:
Mál og menning, 2006, bls. 41–87, hér bls. 43. Og Eysteinn Þorvaldsson segir í
bók sinni Atómskáldin að Sigfús hafi með grein sinni átt þátt í því að hefja fræðilega
sókn íslensks módernisma í ljóðagerð en raddir andófsmanna gegn módernum
nýjungum, sem orðnar voru mjög háværar 1952, hafi hljóðnað fljótlega eftir að
VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN