Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 77

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 77
77 byggingarlist og deilur um kjör listamanna. En þrátt fyrir allt þetta ríkir bjartsýni sem endurspeglast vitanlega í stofnun tímaritanna – og raunar í nöfnum þeirra, Vaka ekki síður en Birtings. Kannski er þetta bjartsýni sem fylgir tilfinningu fyrir nýjum tímum, jafnvel þótt þeir séu viðsjárverðir. Kannski er þetta sama bjartsýnin og greina má í Uppstigningu Sigurðar Nordals og braust út í vissri léttúð gagnvart ríkjandi viðmiðum. Það ber þó að hafa í huga að menningarlandslagið var engan veginn einsleitt á miðri tuttugustu öld, ekki frekar en á þriðja áratugnum – eða öðrum tímabilum sögunnar. Þótt alltaf megi finna einhverja ráðandi til- hneigingu eða meginhugmynd um menninguna þá er á sama tíma að finna í henni leifar eldri viðhorfa og nýja krafta. Spurningin er, eins og Raymond Williams (1921–1988) benti á, hvernig brugðist er við hverju sinni; með afturhaldssömum hætti, þar sem áhersla er lögð á að rækta eða varðveita það sem hefðin hefur skilað í gegnum síur aldanna til samtímans, eða róttækum, þar sem áhersla er lögð á það nýja sem bíður eftir því að spretta fram og breiða úr sér.79 Með orðum Sigurðar Nordals, sem kall- ast skemmtilega á við þessa hugmynd, er þetta spurningin um það hvort áherslan sé á upprisu (hins gamla) eða uppreisn (hins nýja). Vaka kom til sögunnar þegar tíminn kallaði á upprisu, viðnám gegn hinu nýja og varðveislu þess sem hefðin hafði skilað. Þrátt fyrir andóf gegn íhaldssömum viðhorfum til framsækinna bókmennta og lista, sem Benedikt Hjartarson segir frá í fyrrnefndri grein sinni um upphaf framúrstefnu á Íslandi, þá urðu þau ofan á. Það þarf ekki að koma á óvart að áhersla á þjóðleg gildi kalli á fagurfræðilega afturhaldssemi. Einnig verður að hafa í huga samfélagslegar og efnahagslegar aðstæður hérlendis á þriðja áratugn- um. Borgarsamfélag var á frumstigi og mikill meirihluti landsmanna bjó enn í sveitum og bæjum. Íbúatala Reykjavíkur náði 25.000 árið 1928 en landsmenn voru 103.000 í byrjun þess árs. Efnahagslegar aðstæður voru í ofanálag ekki hliðhollar tilraunum í bókmenntum og listum.80 Halldór 79 Hér er vísað til hugtaka Williams um ríkjandi strauma (e. dominant), eftirstöðvar (e. residual) og upprennandi strauma (e. emergent) sem hann skýrir meðal annars í bók sinni Marxism and Literature, Oxford og New York: Oxford University Press, 1977, bls. 121–127. 80 Árni Sigurjónsson birtir forvitnilegar tölur um bókaútgáfu á þriðja áratugnum í Íslenskri bókmenntasögu. Þær sýna að útgáfa var talsverð og meiri en áratugina á undan, sérstaklega á sagnaskáldskap, frumsömdum sem þýddum. Frá 1919 til 1929 komu út 80 sagnabækur, þar af þrjár sem Árni segir mega telja nýstárlegar í formi (Fornar ástir, Bréf til Láru og Vefarinn mikli). Útgáfa afþreyingarbókmennta jókst og rúmlega 120 þýddar sagnabækur komu út á tímabilinu, helmingur þeirra VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.