Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 79
79
sem tengdust henni.84 Tímarit tengd öðrum módernískum hræringum
héldu aftur á móti áfram að koma út í síauknum mæli fram eftir öldinni.85
Þetta átti ekki síst við í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð færðist til að mynda
fyrst líf í útgáfu módernískra tímarita á fjórða áratugnum.86
Það er heldur ekki einsdæmi á þriðja áratugnum að sterkar þjóðernis-
pólitískar hreyfingar hamli því að módernísk fagurfræði fái hljómgrunn,
eins og hér gerðist. Sambærilegar aðstæður komu til dæmis upp í Skotlandi,
Wales og á Írlandi. Frank Shovlin segir til að mynda í grein um tímarit,
módernisma og nútíma á Írlandi, sem öðlaðist sjálfstæði árið 1922, að ef
frá eru taldir Yeats, Joyce og Beckett (sem eru auðvitað bókmenntalegir
risar en hljóta upphefð sína sem módernistar að stórum hluta erlendis frá)
sé ekki hægt að halda því fram að nýir straumar í bókmenntum og listum
hafi borist til landsins á þriðja og fjórða áratugnum með afgerandi hætti.
Á sama tíma og framsækin módernísk tímarit á Englandi svo sem Adelphi
og Criterion (í ritstjórn T.S. Eliots) glímdu við fagurfræðilegar spurningar,
fengust írsk tímarit við að móta sjálfsmynd og menningu nýrrar þjóðar. Að
mati Shovlins voru nýjungar í pólitískum og þjóðernislegum skilningi að
minnsta kosti jafn mikilvægar í augum ritstjóra írskra menningartímarita
á þriðja og fjórða áratugnum og nýjungar í bókmenntum og listum.87
84 Hubert van den Berg, „Jón Stefánsson og Finnur Jónsson. Frá Íslandi til evrópsku
framúrstefnunnar og aftur til baka. Framlag til kortlagningar á evrópsku framúr-
stefnunni á fyrri helmingi tuttugustu aldar“, bls. 73.
85 Ritið The Little Magazine: A History and a Bibliography inniheldur skrá yfir öll mód-
ernísk tímarit sem komu út á enskri tungu á árabilinu 1912 til 1946, alls rúmlega
600 titla. Sjá Frederick J. Hoffman, Charles Allen og Carolyn F. Ulrich, The Little
Magazine: A History and a Bibliography, Princeton: Princeton University Press, 1947
(2. útg.), bls. 231–406). Um miðja öldina höfðu komið út um 1000 tímarit af þessu
tagi í gjörvöllum heiminum. Sjá Mark Morrison, „Preface“, Little Magazines &
Modernism, ritstj. Suzanne W. Churchill og Adam McKible, Hampshire: Ashgate,
2007, bls. xv. Sú tala átti eftir að margfaldast á seinni helmingi aldarinnar en árið
1977, svo dæmi sé tekið, komu út um það bil 1500 „lítil tímarit“ í Bandaríkjunum
einum. Sjá Michael Anania, „Of Living Belfry and Rampart: On American Liter-
ary Magazines Since 1950“, The Little Magazine in America: A Modern Documentary
History, ritstj. Elliott Anderson og Mary Kinzie, Yonkers, New York: The Push-
cart Press, 1978, bls. 6–23, hér bls. 9–10. Sjá einnig um útgáfu „lítilla tímarita“ í
Bretlandi til ársins 2000, David Miller og Richard Price, British Poetry Magazines
1914–2000. A History and Bibliography of ‘Little Magazines’, London og New Castle:
The British Library og Oak Knoll Press, 2006.
86 Claes-Göran Holmberg, Upprorets tradition. Den unglitterära tidskriften i Sverige,
Stokkhólmi og Lundi: Symposion Bokförlag, 1987, bls. 52–71.
87 Frank Shovlin, „From Revolution to Republic: Magazines, Modernism, and Mo-
dernity in Ireland“, The Oxford Critical and Cultural History of Modernist Magazines,
VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN