Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 80
80
Lýsing hans á átökum á milli róttækra framúrstefnulegra tilhneiginga á einn
veginn, íhaldssamari krafna um listrænt og menningarlegt frjálslyndi á
annan og að síðustu afturhaldssamrar og einangrunarsinnaðrar þjóðernis-
hyggju, sem setti sig upp á móti hinu nútímalega og nýja á siðferðisleg-
um for sendum, minnir um margt á íslenska menningarumræðu á þriðja
áratugnum, að breyttu breytanda. Hugsanlega mætti halda því fram að
hér á landi hafi módernismi þriðja áratugarins – eða módernískt ástand –
einnig fyrst og fremst falist í hinum þjóðernispólitísku deilum. Módernísk
viðhorf birtust þá umfram allt í gagnrýni vinstrisinnaðra menntamanna
á borð við Halldór Laxness, Þórberg Þórðarson og Ragnar E. Kvaran á
menningarlega og þjóðernislega íhaldssemi. Sigríður Matthíasdóttir orðar
það svo að vinstrisinnaðir menntamenn hafi verið „forgöngumenn mód-
ernista, póstmódernista og femínista í sagnfræðirannsóknum nútímans að
því leyti að þeim datt ekki í hug að gleypa við hugmyndinni um þjóðina
sem lífræna heild“.88
Gagnrýni á þá hugmynd var einnig hluti af alþjóðahreyfingu komm-
únista sem eignaðist harða fylgismenn hér á landi á fjórða áratugnum. Sú
fylking var aftur á móti ekki síður íhaldssöm í menningarlegum efnum –
og síðar meir í þjóðlegum einnig89 – en hinir borgaralegu menntamenn. Í
bókmenntum áratugarins véku svo að segja allar módernískar tilhneigingar
fyrir kröfu um raunsæi, ekki síst félagslegri útfærslu þess. Halldór Laxness
skrifaði stórvirkar skáldsögur undir merkjum þess og tengdist öflugum
hópi rithöfunda sem kölluðu sig Félag byltingarsinnaðra rithöfunda en
þeir hófu útgáfu tímaritsins Rauðir pennar árið 1935, undanfara Tímarits
Máls og menningar sem var stofnað 1939.90 Einn af helstu hugmyndafræð-
ingum þessa hóps var Kristinn E. Andrésson (1901–1973), þýskmennt-
aður bókmenntafræðingur, sem mótaði hið félagslega sjónarhorn sem var
ráðandi í bókmenntaumfjöllun vinstrisinnaðra menntamanna næstu ár og
bls. 735–758. Um módernísk tímarit og þjóðernisstefnu í Wales og Skotlandi, sjá í
sama riti Cairns Craig, „Modernism and National Identity in Scottish Magazines“,
bls. 759–784, og Chris Hopkins, „Wales (1937–9), The Welsh Review (1939–40)“,
bls. 714–734.
88 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur, bls. 134.
89 Halldór Guðmundsson, „„Sjálfstætt fólk“ – átök alþjóðahyggju og þjóðernishyggju
á millistríðsárunum í íslensku bókmenntalífi“, Íslenska söguþingið 28.–31. maí 1997,
Ráðstefnurit I, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands: Sagnfræðingafélag
Íslands, 1998, bls. 206–216.
90 örn Ólafsson fjallar um pólitísk átök í íslensku bókmenntalífi á fjórða og fimmta
áratugnum í riti sínu Rauðu pennarnir. Bókmenntahreyfing á 2. fjórðungi 20. aldar,
Reykjavík: Mál og menning, 1990.
ÞRöStuR HelGASoN