Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 104

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 104
104 lega þekktastur þeirra sem orðuðu þá hugsun á fyrri hluta sautjándu aldar að vísanir í tilgangsorsakir væru ákaflega takmarkaðar og því varhugaverðar.38 Lesendur hans rekast á margs konar rök sem má kannski greina í tvo flokka. Þeir sjá almenna fullyrðingu um að tímanum sé illa varið í að leita tilgangs- orsaka, sérstaklega þar sem enn megi finna, skoða og greina náttúrulegri orsakir. Einnig má finna sértækari kenningu um að tilgangsorsakir séu ein- hvers konar náttúrulegar orsakir í dulargervi eða hreinn tilbúningur. Í öllu falli getum við ekki haft beina reynslu af þeim. Gagnrýni Bacons er blanda af heilbrigðri skynsemi og misskilningi. Auðvitað geta tilgangsorsakir ekki einar og sér fullnægt náttúrurannsóknum. Sá sem gleymir sér við þær getur vissulega verið að vanrækja aðra og mikilvægari rannsóknarskyldu. Á hinn bóginn hefur hann rangt fyrir sér um það að tilgangsorsakir eigi að lúta nákvæmlega sömu reynsluskilyrðum og það sem hann kallar náttúrulegar orsakir.39 Það kann vel að vera að hann hafi haft fyrir framan sig verk sem gerðu sig sek um þetta og raunar er það eins víst þegar hugsað er til þeirra sérkennilegu bókmennta sem fóru um hendur manna í upphafi sautjándu aldar.40 En tilgangsorsakir í hefðbundnum skilningi tengjast annars konar reynslu en hefðbundnari áhrifsorsakir sem Bacon var vafalaust að vísa til í gagnrýni sinni. önnur gagnrýni á tilgangsorsakir kom frá Descartes. Hann var vissu- lega engu síðri vísindamaður en Bacon en gagnrýni Descartes var hins vegar fremur byggð á guðfræðilegum forsendum. Rök Descartes voru ekki þau að hvorki tilgangur né markleitni fyrirfyndust í veröldin. Þvert á móti, samkvæmt honum er marksækni veraldarinnar grundvallarstaðreynd. Hins vegar er markhyggja sem hluti af vísindalegri aðferð ómöguleg þar sem hún ýkir í senn stöðu mannsins innan sköpunarinnar og möguleika hans 38 Advancement of Learning (1605), bækur 2 og 3. 39 Hér er því ekki verið að gefa í skyn að engin reynsluskilyrði komi við sögu. Það má ekki gleyma því að markhyggja Aristótelesar sprettur af mjög nákvæmum rann- sóknum á lífverum og vistkerfum. Þannig hafa margir gagnrýnendur litið á vísanir til tilgangsorsaka sem einfeldningslega raunhyggju. 40 Sá hugmyndaheimur og þær kenningar sem Bacon þekkti til er mikill frumskógur og þyrfti í raun heila grein til þess að rekja þá þræði alla. Þær „sérkennilegu bók- menntir“ sem hér er vísað til eru til dæmis rit Johns Dee (1527–1609) sem blönd- uðu saman dulspeki, stærðfræði, heimspeki og náttúrufræði á torræðan hátt. Bacon sjálfur átti sér einnig mörg andlit sem heimspekingur og vísindamaður; andlit sem getur verið erfitt að samræma. Hann var í raun og veru mjög andlega þenkjandi raunvísindamaður. HeNRy AlexANdeR HeNRySSoN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.