Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 129
129
fyrri kynslóðar (spakmæli móður Gumps, að lífið sé eins og konfektkassi,
var um tíma á flestra manna vörum) á meðan heimurinn í kringum þá,
gildi hans og lífshættir, verða fyrir miklum breytingum þannig að þeir
sjálfir verða að tímaskekkjum. Báðir eru þeir viðstaddir sögulega atburði
en á sama tíma, að vissu leyti, fjarverandi vegna eigin skilningsleysis og
aðgerðaleysis. Og báðir bregðast þeir við með því að taka til fótanna, hvor
þó með sínum hætti. Sögurnar gerast einnig báðar á tveimur ólíkum tíma-
plönum: á meðan Páll eldri skrifar endurminningar sínar rifjar Forrest upp
fortíðina á bekk þar sem hann bíður eftir strætisvagni.
Þó að kvikmyndin hafi notið vinsælda meðal almennings sætti hún
verulegri gagnrýni. Sumir töldu að hún forðaðist að takast á við erfiða
atburði í sögu Bandaríkjanna með því að hafa sætan hvolpeygðan dreng
í brennidepli.31 Gagnrýnendur furðuðu sig nokkuð á vinsældum aðal-
persónunnar og gekk illa að útskýra þær.32 Minnisfræðingurinn Susannah
Radstone lagði til nýja nálgun og skoðaði myndina sem trámatexta.33 Hún
álítur persónu Forrests Gump vera tákn þeirra einkenna sem hafa verið
tengd við trámatískar minningar. Freud notaði orðið „Nachträglichkeit“,
eða afturvirkni, til að lýsa því sálræna ferli þar sem endurskoða þarf upp-
lifanir og minningar um þær eftir á til að finna þeim stað á nýju þróun-
arskeiði eða sem hluta af nýrri reynslu. Breski sálfræðingurinn Ian Craib
skilur tráma þannig að þótt rof verði til í minninu, þá man einstakling-
urinn eftir þessu rofi en leiðir það markvisst hjá sér. Það að muna en snúa
sér undan er sálræn athöfn sem skilur eftir sig ummerki. Afturvirkni getur
kallað fram þessi ummerki með því að endurskoða reynsluna en þá er
byrjað á því að umbreyta líflausri fortíð og leysa hug manns undan óhugs-
anlegu og óhugsuðu álagi.34
Í túlkun Radstones á Forrest Gump verður aðalpersónan eins konar
persónugervingur afturvirkni: Forrest táknar eyðu í minningum banda-
rísku þjóðarinnar um trámatíska stórviðburði í sögu hennar. Það að viður-
kenna að eyðan sé til staðar og skilja hvað gerðist, krefst tíma – „biðtíma“
hins trámatíska viðburðar.35 Hún telur að gagnrýnendur kvikmyndar-
31 Clive Barnes, „The Gumping of America“, Evening Standard 17. ágúst 1994, bls.
13.
32 Jonathan Romney, „Transatlantic Gumption“, New Statesman and Society 14. októ-
ber. 1994, bls. 41.
33 „Screening Trauma“, 2000.
34 Ian Craib, The Importance of Disappointment, London: Routledge, 1994.
35 Cathy Caruth, Unclaimed Experience, bls. 17.
HRINGSÓL UM DULINN KJARNA