Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 137
137
og í staðinn látið hugleiðingar sínar um málið í blaðið. Þetta er þá „glæp-
ur“ Páls, að mati hluthafa Blysfara og „Blaðsins Eina og Sanna“ sem styður
málstað þeirra og Bandaríkjanna; refsingin felst í því að hann er rekinn
frá blaðinu. Þar með er Páll orðinn að manni, yngri Páll orðinn að eldri
Páli. Þannig lýkur þroskasögunni. En lesandi glæpasögunnar situr eftir
með margar spurningar án svara. Lausn á tilgátunni um mögulegt morð á
Finnboga kemur aldrei fram. Páll kemst að því seinna hvernig í öllu ligg-
ur en neitar að deila þessum upplýsingum með lesandanum, sem hlýtur
að teljast glæpur í glæpasögu. Fórnarlambið sækir þó enn að Páli eldri í
draumi (SH 14, DS 472).
öðlast sögumaður kaþarsis? Þegar líður á þriðja bindi er hann búinn
að missa trú á hugmyndina, hann heldur sig ekki lengur þarfnast „slíkrar
hreinsunar“ (DS 195). Eftir að hann hefur gengið úr skugga um uppruna
sinn segir hann jafnvel: „Mér er nær að halda, að það sé tóm blekking
eða ímyndun ein að menn geti hreinsazt í óhlutlægri merkingu orðsins
með því að leiða harmleik sjónum, rétt eins og þeir hefðu brugðið sér í
laug“ (DS 588). öðlast hann frelsi undan fortíðinni? Ekki virðast endur-
minningarnar og játningarnar hafa gert það að verkum að Páll geti loksins
fundið fortíðinni þann stað sem myndi leyfa honum að taka nútímann í
sátt. Konan hans er eins konar kvenleg útgáfa af Páli, einnig á flótta frá
nútímanum. Þótt hann sé aftur orðinn virkur getur hann þó varla kallast
nýr maður.
Á eitthvert sameiningarferli sér stað eða sátt? Í lok verksins er landið
klofið í tvennt, síðari heimsstyrjöldin er orðin að köldu stríði og sögumað-
ur sjálfur hefur ekki tekið fyllilega við föðurarfinum: þótt hann hafi að
vissu leyti sætt sig við hver faðir hans er segist hann alltaf eiga eftir að
„finna til blygðunar“ og verða að vera „á varðbergi gegn leyndum þáttum“
úr honum (DS 589). Barsmíðar föður hans skilja eftir sviða innra með Páli
(DS 8). Faðir Páls, sem Jón Yngvi Jóhannsson kallar eina ógeðfelldustu
persónu verksins,45 er eins konar afurð margra alda fátæktar og niðurlæg-
ingar og stendur fyrir allt sem Páll hefur viðbjóð á.
„Sáttur við sjálfan þig? … / Aftur hristi ég höfuðið, og aftur hripa ég á
þolinmóðan pappírinn, sem reyndar er orðinn óþarflega spurull: Mál er að
linni“ (DS 590). Lokasena þríleiksins, þar sem Páll starir á stjörnudýrð him-
ins og fullyrðir að sér sé rórra, kemur tvisvar fyrir í lokabindinu þannig að
tæpast er mjög sannfærandi sú fullyrðing að einhver lækning hafi í raun átt
45 „Sagnagerð eftir 1970“, bls. 587.
HRINGSÓL UM DULINN KJARNA