Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 142
142
allra birtra smásagna Jakobínu eru einnig dramatísk eintöl eða innri eintöl.
Frásagnaraðferð skáldsögunnar Í sama klefa er margslungin og flókin, eins
og Ástráður Eysteinsson hefur fjallað ítarlega um í greininni „Þetta er
skáldsaga“,3 og í raun mætti halda því fram að flest verk Jakobínu séu
innlegg í formbyltingu íslenskrar sagnagerðar. Í fjórða bindi Íslenskrar
bókmenntasögu fjallar Dagný Kristjánsdóttir um höfundarverk Jakobínu og
segir meðal annars að bækur hennar beri vitni „ákaflega mikilli stílmeð-
vitund og þar [séu] gerðar ýmist varfærnar eða róttækar formtilraunir“
sem séu undanfarar módernisma eða endurnýjun raunsæisins.4 Ástráður
Eysteinsson gengur lengra í skrifum sínum um íslenskan módernisma og
telur Jakobínu tvímælalaust vera meðal þeirra rithöfunda sem umbyltu
íslensku sagnaformi á 7. og 8. áratug 20. aldar.5 Hann telur enn fremur að
módernískasta verk Jakobínu sé Lifandi vatnið − − −,6 sem reyndist skáld-
konunni svo „örðugt viðfangs“. Ljóst er af uppkasti hennar að umsókn um
listamannalaun fimm árum áður en sú bók kom út að hún hafði þá strax
ákveðið að skrifa verk sem væri flókið hvað varðaði form og stíl.
Hér á eftir verður leitast við að sýna fram á hvaða tilgangi hin flókna og
margbrotna frásagnaraðferð Lifandi vatnsins – – – þjónar fyrir söguna og
persónusköpun verksins. Við greininguna styðst ég við hugmyndir fræði-
mannanna Brians Richardson og Moniku Fludernik, sem skrifað hafa um
3 Ástráður Eysteinsson, „Þetta er skáldsaga. Í sama klefa eftir Jakobínu Sigurðardótt-
ur“, Umbrot. Bókmenntir og nútími, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999, bls. 211−222.
Greinin birtist fyrst undir heitinu „„... þetta er skáldsaga.“ Þankar um nýjustu bók
Jakobínu Sigurðardóttur“ í Tímariti Máls og menningar 1/1983, bls. 87−99.
4 Dagný Kristjánsdóttir, „Unga, reiða fólkið“, Íslensk bókmenntasaga IV b., ritstj.
Guðmundur Andri Thorsson, Reykjavík: Mál og menning, 2006, bls. 603–639,
hér bls. 639.
5 Ástráður Eysteinsson, „Baráttan um raunsæið. Um módernisma, raunsæi og hefð“,
Umbrot. Bókmenntir og nútími, bls. 30−55, hér bls. 30. Greinin birtist upphaflega
undir heitinu „Baráttan um raunsæið. Um módernisma, raunsæi og hefð“ í Tíma-
riti Máls og menningar 4/1984, bls. 418−443. Sjá einnig: Ástráður Eysteinsson,
„Icelandic Prose Literature, 1940–1980“, A History of Icelandic Literature, ritstj.
Daisy Neijmann, Histories of Scandinavian Literature, 5. bindi, Lincoln og London:
University of Nebraska Press, 2006, bls. 404−438. Fleiri hafa fjallað um Jakob-
ínu sem módernista og þátt hennar í endurnýjun íslensks sagnaforms á 7. og 8.
áratugnum, t.d.: Erik Skyum-Nielsen, „Jakobínas sidste bog“, Frejas Psalter, ritstj.
Bergljót Kristjánsdóttir og Peter Springborg, Kaupmannahöfn: Det arnemagn-
æanske Institut, 1997, bls. 160–164; og Helga Kress, „Searching for Herself:
Female Experience and Female Tradition in Icelandic Literature“, A History of
Icelandic Literature, bls. 503−551.
6 Ástráður Eysteinsson, „Þetta er skáldsaga“, bls. 212.
ÁStA kRiStíN BeNediktSdÓttiR