Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 148

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 148
148 Líkan Richardsons er eins konar frásagnarterta þar sem tvær af fjórum kökusneiðum eru hefðbundnar 1. og 3. persónu frásagnir.15 Þriðji flokk- urinn er 2. persónu frásagnir, þar sem fornafnið þú vísar til aðalpersón- unnar.16 Þess konar frásagnir hafa oft fallið utan hefðbundinna flokkana, segir Richardson, sem og fjórði hópurinn sem eru heilar frásagnir í frjálsri óbeinni ræðu (e. free indirect discourse). Á mörkum þessara fjögurra flokka eru síðan svokallaðar maður-frásagnir og við-frásagnir en allar þessar frá- sagnaraðferðir má finna í Lifandi vatninu − − −. Til eru ýmsar skilgreiningar á því hvað 2. persónu frásögn er. Sumir hafa lagt áherslu á áþreifanlega tilvist söguáheyranda (e. narratee) sem talað sé til en Fludernik og Richardson eru sammála um að notast við það viðmið að 2. persónu frásögn sé texti þar sem vísað er til aðalpersónu með 2. persónu fornafni, vegna þess að til séu textar í 2. persónu þar sem hvorki sé ákveðinn sögumaður né söguáheyrandi til staðar, ekkert ákveðið ég eða þú.17 Þeir kaflar í Lifandi vatninu − − − þar sem sögumaður talar beint til Péturs eru 2. persónu frásögn samkvæmt skilgreiningu Fludernik og Richardsons. Einn kaflinn nefnist einfaldlega „Þú“ og hefst á þessum orðum: Einhverntíma á óþrotlegri göngu þinni verður þér snögglega ljóst, að þig hefir borið af leið. Undir fótum þér er enginn vegur leng- ur. Þú staðnæmist. Þú þurrkar af þér svita, móður eftir gönguna á bratta heiðarinnar. Þú rýnir í grámann umhverfis þig og veizt að þú hefir glatað áttunum. Skimar. Undrast ekki. (140) Í frjálsri óbeinni ræðu renna saman raddir sögumanns og persónu. Oft er túlkunaratriði hvort texti sé í frjálsri óbeinni ræðu eða ekki og því er erfitt að nefna dæmi um smásögur eða skáldsögur sem eru frá upphafi til enda á því formi. Í þeim köflum Lifandi vatnsins − − − þar sem segir frá fortíð og ferðalagi Péturs er frjáls óbein ræða mjög áberandi; sjónarhornið er hjá Pétri en frásögnin er sögumannsins. Í þessu textabroti má til dæmis sjá 15 Brian Richardson, Unnatural Voices, bls. 77. Líkanið er íslenskað af greinarhöf- undi. 16 Einhverjum kann að koma undarlega fyrir sjónir að hægt sé að segja frá í 2. persónu og í raun og veru er það ekki hægt. Engu að síður hafa ýmsir fræðimenn kosið að tala um 2. persónu frásagnir þótt hugtakið ávarpsfrásögn ætti kannski betur við. 17 Monika Fludernik, „Second-Person Narrative and Related Issues“, Style 3/1994, bls. 281–311, hér bls. 286–288. ÁStA kRiStíN BeNediktSdÓttiR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.