Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 148
148
Líkan Richardsons er eins konar frásagnarterta þar sem tvær af fjórum
kökusneiðum eru hefðbundnar 1. og 3. persónu frásagnir.15 Þriðji flokk-
urinn er 2. persónu frásagnir, þar sem fornafnið þú vísar til aðalpersón-
unnar.16 Þess konar frásagnir hafa oft fallið utan hefðbundinna flokkana,
segir Richardson, sem og fjórði hópurinn sem eru heilar frásagnir í frjálsri
óbeinni ræðu (e. free indirect discourse). Á mörkum þessara fjögurra flokka
eru síðan svokallaðar maður-frásagnir og við-frásagnir en allar þessar frá-
sagnaraðferðir má finna í Lifandi vatninu − − −.
Til eru ýmsar skilgreiningar á því hvað 2. persónu frásögn er. Sumir
hafa lagt áherslu á áþreifanlega tilvist söguáheyranda (e. narratee) sem
talað sé til en Fludernik og Richardson eru sammála um að notast við
það viðmið að 2. persónu frásögn sé texti þar sem vísað er til aðalpersónu
með 2. persónu fornafni, vegna þess að til séu textar í 2. persónu þar sem
hvorki sé ákveðinn sögumaður né söguáheyrandi til staðar, ekkert ákveðið
ég eða þú.17 Þeir kaflar í Lifandi vatninu − − − þar sem sögumaður talar
beint til Péturs eru 2. persónu frásögn samkvæmt skilgreiningu Fludernik
og Richardsons. Einn kaflinn nefnist einfaldlega „Þú“ og hefst á þessum
orðum:
Einhverntíma á óþrotlegri göngu þinni verður þér snögglega ljóst,
að þig hefir borið af leið. Undir fótum þér er enginn vegur leng-
ur. Þú staðnæmist. Þú þurrkar af þér svita, móður eftir gönguna á
bratta heiðarinnar. Þú rýnir í grámann umhverfis þig og veizt að þú
hefir glatað áttunum. Skimar. Undrast ekki. (140)
Í frjálsri óbeinni ræðu renna saman raddir sögumanns og persónu. Oft er
túlkunaratriði hvort texti sé í frjálsri óbeinni ræðu eða ekki og því er erfitt
að nefna dæmi um smásögur eða skáldsögur sem eru frá upphafi til enda
á því formi. Í þeim köflum Lifandi vatnsins − − − þar sem segir frá fortíð
og ferðalagi Péturs er frjáls óbein ræða mjög áberandi; sjónarhornið er hjá
Pétri en frásögnin er sögumannsins. Í þessu textabroti má til dæmis sjá
15 Brian Richardson, Unnatural Voices, bls. 77. Líkanið er íslenskað af greinarhöf-
undi.
16 Einhverjum kann að koma undarlega fyrir sjónir að hægt sé að segja frá í 2. persónu
og í raun og veru er það ekki hægt. Engu að síður hafa ýmsir fræðimenn kosið að
tala um 2. persónu frásagnir þótt hugtakið ávarpsfrásögn ætti kannski betur við.
17 Monika Fludernik, „Second-Person Narrative and Related Issues“, Style 3/1994,
bls. 281–311, hér bls. 286–288.
ÁStA kRiStíN BeNediktSdÓttiR