Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 150
150
Í Lifandi vatninu − − − er einnig oft vísað til aðalpersónunnar Péturs með
orðinu maður og nánar verður fjallað um það hér á eftir.
Að lokum fá fjölradda frásagnir sinn stað innan líkans Richardsons en
þær eru eins og rjómaskreyting utan á tertunni, ná allan hringinn, flæða
yfir öll landamæri og blanda saman ólíkum sjónarhornum.20 Notkun for-
nafna er fjölbreytt í öllum textum og hér er ekki til umfjöllunar „eiginleg“
fornafnanotkun þar sem til dæmis frásögn rammar inn samtöl persóna sem
vísa hver til annarrar með ýmsum fornöfnum. Þetta er eðlileg notkun og
nauðsynleg til að lesandinn viti hvar skilin eru milli frásagnar og orðræðu
sögupersónanna. Það sem hér er kallað fjölradda frásögn er texti þar sem
enginn raunsæislegur rammi setur frásögninni og fornafnavísunum mörk
heldur verður flakk í vísunum til sögupersóna ágengt með þeim afleið-
ingum að sögumaðurinn og frásögn hans missir formfestu sína og rennur
saman við orðræðu persónanna.21 Í fjölradda frásögnum er skipt um sjón-
arhorn, jafnvel í sífellu, og oft er alls ekki víst að lesandinn viti hvort hann
er innan eða utan huga aðalpersónunnar. Skilin milli þess innra og ytra
verða oft mjög óskýr, líkt og raunin er í sögunni af Pétri Péturssyni verka-
manni, þar sem ekki er alltaf ljóst hver það er sem segir söguna eða hver
tengsl sögumannsins og aðalpersónunnar eru.
(Sögu)maðurinn Pétur
Framan af Lifandi vatninu − − − er sagt frá löngu liðnum atburðum í lífi
Péturs og frásögnin litast ætíð af aldri hans á því skeiði sem sagt er frá.
Þegar segir frá æsku Péturs er sagt frá hlutum og atburðum út frá skynjun
lítils drengs fremur en fullorðins manns sem lítur til baka:
20 Í miðju frásagnarkökunnar er auk þess svartur depill sem stendur fyrir ómögulegar
frásagnir (e. impossible narration) en það eru sjálfhverfar frásagnir þar sem veru-
fræðilegir rammar eru brotnir þannig að sögumenn þeirra geta alls ekki hafa sagt frá
eða skrifað frásögnina. Frásagnarröddin getur til dæmis tilheyrt persónu sem síðan
kemur í ljós að er búin til af sögumanninum (sjálfri sér). Sígilt dæmi um ómögulega
frásögn segir Richardson að sé Jakob forlagasinni og meistari hans (1771–1778) eftir
Denis Diderot þar sem persónur geta flakkað milli veruleikasviða. Richardson telur
að ekkert frásagnarfræðilíkan geti náð yfir allar bókmenntir og þar með ólíkindatól
á borð við Samuel Beckett, Alain Robbe-Grillet og Jorge Luis Borges nema gert
sé ráð fyrir ómögulegum frásögnum. Sjá: Brian Richardson, Unnatural Voices, bls.
76–78.
21 Monika Fludernik, Towards a ‘Natural’ Narratology, bls. 236–237.
ÁStA kRiStíN BeNediktSdÓttiR