Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 153

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 153
153 barn, en tekst að sjálfsögðu ekki að finna hana. Flótti hans og ferðalag á æskuslóðir er örvæntingarfullt og ábyrgðarlaust lokaúrræði og það er undirstrikað í sjálfri frásagnaraðferðinni þar sem nafn Péturs er ekki notað heldur orð með almennari skírskotun. Þegar Pétur hefur keyrt með rútu langleiðina í dalinn þar sem hann ólst upp fellur skriða á veginn og farþegarnir verða veðurtepptir í litlu þorpi. Pétur leggur þá einn af stað fótgangandi yfir heiðina sem skilur að þorpið og dalinn. Undireins og hann yfirgefur hina farþegana breytist frásögn sögumanns í 2. persónu frásögn. Pétur er ennþá vitundarmiðja sögunnar og þrátt fyrir ávarpið leikur lítill vafi á því að þú vísar til Péturs. Aftur á móti er ekki á hreinu hver staða sögumannsins er eða hvers eðlis samband hans og aðalpersónunnar er. Afar freistandi er að álykta að ávarp sögumannsins sé sjálfsávarp, það er að Pétur sjálfur sé sögumaðurinn og hafi verið það allan tímann. Það er þó ekki ótvírætt og túlkunin er undir hverjum og einum lesanda komin. Þegar þarna er komið sögu hefur lesandinn sjálfur einnig færst nær Pétri og/eða sögumanninum. Fludernik hefur lagt sérstaka áherslu á ríkan þátt lesandans sem er innbyggður í 2. persónu frásagnir en lesandi slíkra texta á oftast auðvelt með að finna til samkenndar með persónunni sem er ávörpuð eða finnast sögumaðurinn beinlínis vera að ávarpa sig. Oftast áttar lesandinn sig á því að ávarpinu er ekki beint til hans þegar fram koma upplýsingar varðandi þú-persónuna (kyn, aldur, staða og þess háttar) sem gera hana sérstaka. Yfirleitt hættir ávarpið þá að virka á lesandann og eftir því sem persónan sem ávörpuð er verður skýrari verður hún miðja frásagnarinnar en ekki lesandinn.23 Lesandi Lifandi vatnsins − − − á ekki í vandræðum með að sjá að frásögnin fjallar ennþá um Pétur þótt um 2. persónu frásögn sé að ræða en engu að síður er hann orðinn svo nákom- inn Pétri og/eða sögumanninum að ekki er ólíklegt að honum geti fundist þessi orð eiga við sig: Það ættu að vera blóm á leiði mömmu. Því það sem er þarna undir er hluti af henni, hið eina áþreifanlega sem er eftir af henni, mömmu. En mamma, hún er ekki hér. Hvar er hún þá? Hvar er allt sem var? Hver ert þú og hvar ert þú staddur? Hvert ætlar þú? Þú veizt það ekki. (180) 23 Monika Fludernik, Towards a ‘Natural’ Narratology, bls. 227–228. „FORM OG STÍLL öRÐUGT VIÐFANGS“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.