Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 154
154
Um leið verður þjóðfélagsádeila Lifandi vatnsins − − − ágengari og beinist
að lesandanum sem kemst vart hjá því að íhuga hvort hann sé sjálfur týnd-
ur maður í kapítalísku samfélagi líkt og Pétur.
Eftir að Pétur er kominn í þorpið þar sem hann ólst upp og hefur heim-
sótt leiði móður sinnar fer hann í blómabúð. Þar kemur endanlega í ljós
hve veikur á geði hann er orðinn en hann heimtar að kaupa lifandi blóm
þótt afgreiðslustúlkan hafi sagt honum að þar fáist aðeins gerviblóm:
Og gerviblómin taka aftur að dansa fyrir augum þínum öll blóma-
breiðan í körfum, vösum og vöndum. Stíga út úr kalkgráum veggn-
um, stíf, köld og sjálfum sér nóg í lífleysi sínu, umkringja þig, draga
þig að sér, dansa á þér. − Ég skal berjast, í þetta sinn skal ég berjast,
hugsar þú, eða þú æpir það. Þú lemur frá þér til allra átta, en blómin
umkringja þig, þú mátt þín einskis. Í örvæntingu fálmar þú í jakka-
vasa þinn. Þar áttu lítið vopn. Eða sonur þinn. Þú þrífur byssuna,
miðar á páskaliljuna en hleypir ekki af. Miðar á stúlkuna með brúnu
brúðuaugun og sér þau fyllast lífi og skelfingu. Síðan tekur einhver
að æpa. (191−192)
Byssan sem Pétur dregur upp er leikfangabyssa og enginn meiðist en þetta
atvik leiðir engu að síður til þess að Pétur fer á sjúkrahús og er sprautaður
niður. Sögunni um Pétur Pétursson verkamann lýkur í framhaldi af því á
frjálsu vitundarstreymi hans, óráði og draumum.
Sá sem mætir sjálfum sér er feigur
Richardson og Fludernik eru sammála um að flakk á milli fornafna hafi
jafnan annan og meiri tilgang en að flækja lesturinn og rugla lesandann.
Richardson bendir til dæmis á að margar fjölradda frásagnir snúist um að
skilgreina persónu sögu mannsins. Þetta á til dæmis við frásagnir þar sem
persónu er lýst í 3. persónu en síðan kemur í ljós að í raun var sögumað-
urinn að lýsa sjálfum sér,24 líkt og vel má halda fram að sé raunin í tilfelli
Lifandi vatnsins – – –.
Í póstmódernískum skáldskap eru sjálfin sem birtast oft óstöðug og
óákveðin og í fjölradda frásögnum kemur óstöðugleiki þeirra oft fram
í sjálfri frásagnar aðferðinni, benda Fludernik og Richardson á. Óvissa
24 Brian Richardson, „I etcetera. On the poetics and ideology of multipersoned
narratives“, bls. 315.
ÁStA kRiStíN BeNediktSdÓttiR