Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 166
166
Hvatalíf mannfólksins myndar samstæða heild. Við getum nefnt einstakar
birtingarmyndir hvatanna ólíkum nöfnum eftir mismunandi stefnu þeirra
og virkni. Við getum talað um hungur og þörfina fyrir að skyrpa, um kyn-
hvöt og árásarhvöt. Í lífinu er ekki hægt að aðskilja þessar mismunandi
birtingarmyndir hvatanna frekar en hjartað frá maganum eða blóðið í heil-
anum frá blóðinu í kynfærunum. Þær bæta hver aðra upp og koma að hluta
til hver í stað annarrar, þær umbreytast að ákveðnu marki og jafnast út.
Truflunar á einum stað verður vart á öðrum. Í stuttu máli sagt mynda þær
eins konar hringrás í manneskjunni, smærri heild innan allrar heildar líf-
kerfisins. Bygging hinnar síðarnefndu er enn óljós í mörgu tilliti, en gerð
hennar og samfélagsleg mótun hafa þó gríðarlega þýðingu fyrir ásýnd
hvers samfélags og þeirra einstaklinga sem í því lifa.
Sá háttur sem nú til dags er hafður á umræðu um hvatir eða tjáningu
tilfinninga bendir til þess að innra með okkur búi heilt safn af mismunandi
hvötum. Þannig er talað um „dauðahvöt“ eða „viðurkenningarhvöt“ líkt
og verið sé að ræða hluti úr efnisheiminum. Athuganir á þessum tilteknu
birtingarmyndum hvata geta eftir atvikum verið mjög frjósamar og upp-
lýsandi. En hugtökin sem er beitt við þessar athuganir hljóta að vera van-
máttug frammi fyrir lifandi viðfangsefni sínu ef þau gera ekki grein fyrir
einingu og heild alls hvatalífsins sem og hlutdeild allra hinna ólíku hneigða
í þessari heild. Þannig er árásargirnin, sem fjallað verður um í eftirfarandi
athugunum, ekki heldur aðgreinanleg tegund hvatar. Ekki er hægt að tala
um „árásarhvöt“ nema maður hafi hugfast að um er að ræða sérstaka virkni
hvatar innan heildar tiltekinnar lífveru og að umbreytingar á þessari virkni
eru jafnframt til marks um breytingar á heildargerð hennar.
1. Birtingarmyndir bardagahneigðarinnar, blæbrigði hennar og styrk-
ur, eru ekki alveg þær sömu á okkar dögum, jafnvel á meðal vestrænna
þjóða. En þessi mismunur, sem getur virst allverulegur ef hann er skoð-
aður úr nálægð, hverfur sjónum okkar og virðist mjög óverulegur ef bar-
dagahneigð „siðmenntaðra“ þjóða er borin saman við bardagahneigð
samfélaga sem standa á öðru stigi sjálfsstjórnar. Miðað við bardagaheift
hins abyssínska stríðsmanns – sem er að vísu algerlega vanmáttugur and-
spænis tæknilegum vopnabúnaði hins siðmenntaða hers – eða heift ýmissa
ættflokka frá tímum þjóðflutninganna, virðist bardagahneigð jafnvel her-
skáustu þjóða hins siðmenntaða heims vera væg. Líkt og allar aðrar birt-
ingarmyndir hvatanna er þessi bardagahneigð, jafnvel í hernaði, bundin af
tæknilegum vopnabúnaði og þróaðri sérhæfingu og þar af leiðandi sterkari
NoRBeRt eliAS