Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 168
168
„Áfram!“ og neyðaröskur þeirra sem hafa verið lagðir að velli. Meira að
segja bókmenntirnar vekja upp áhrif hins upprunalega tryllings kenndar-
innar.
Á öðrum stað hjá Bertran de Born stendur:
Sá tími nálgast þegar skip okkar leggja að landi, þegar Ríkharður
konungur kemur, þrekmeiri og fræknari en nokkru sinni fyrr. Nú
verður útdeilt gulli og silfri, nýbyggðar valslöngvurnar munu leggja
af stað í orrustu, múrarnir hrynja, turnarnir brotna og falla, óvin-
urinn fær nasaþefinn af fangavist og hlekkjum. Ég elska orrustu
bláleitra og fagurrauðra skjaldanna, gunnfánana og marglitar veif-
urnar, tjöldin og íburðarmiklar búðirnar sem breiða úr sér á slétt-
unni, spjótin sem brotna, skildina sem klofna, glitrandi hjálmana
sem bresta, höggin sem menn veita og taka á móti.
Stríð, það er samkvæmt einu kappakvæðanna: að yfirbuga óvininn, slíta
upp vínvið hans, rífa upp tré hans, spilla landi hans, hertaka hallir hans,
fylla upp í brunna hans, taka þegna hans til fanga og drepa ...
Það felst einstök nautn í því að limlesta fanga: „Ég heiti því“, segir kon-
ungurinn í sama kvæði, „að orð yðar láta mig ósnortinn, ég hlæ að hótun-
um yðar eins og hverju öðru fánýti. Hvern þann riddara sem ég tek til
fanga skal ég lítilsvirða og skera af honum nef og eyru. Ef hann er liðþjálfi
eða kaupmaður skal hann missa hönd eða fót.“14
Svona lagað kemur ekki aðeins fram í kvæðum. Þessi sagnaljóð eru
óaðskiljanlegur hluti lífsins í samfélaginu. Og þau lýsa einnig tilfinningum
áheyrenda, sem þau eru ort fyrir, betur en margt af okkar eigin bókmennt-
um. Vera má að þau færi einstök atriði í stílinn. Þegar á riddaraöld höfðu
peningar líka oft og tíðum hvatastillandi og umbreytandi áhrif. Alla jafna
voru það aðeins fátæklingar og fólk af lægri stéttum sem var limlest, enda
ekki von á lausnargjaldi. Riddurunum var aftur á móti hlíft, því fyrir þá
mátti vænta lausnargjalds. En einnig í annálunum – heimildum þjóðlífsins
frá fyrstu hendi – er að finna mýmörg svipuð dæmi.
Flestir eru þeir skrifaðir af klerkum. Og dómarnir sem þeir hafa að
geyma koma því úr penna þeirra sem minna mega sín og var ógnað af
stríðandi stéttum.
Myndin sem varðveist hefur eftir þá er engu að síður ósvikin.
Um riddara nokkurn má til dæmis lesa eftirfarandi:
14 Sama rit, bls. 275.
NoRBeRt eliAS