Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 170

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 170
170 nautnin sem fólst í að tortíma gat endrum og eins umbreyst í óheyrilega miskunnsemi í krafti skyndilegrar samsömunar með hinum þjáðu, en vissulega einnig vegna þeirrar hræðslu og sektarkenndar sem skapaðist vegna stöðugrar ógnarinnar er steðjaði að lífi þessa tíma. Vegna einhverrar tilviljunar var sigurvegari dagsins í dag yfirbugaður, tekinn til fanga og í bráðri hættu á morgun. Fátt var fyrirsjáanlegt mitt í þessum sífelldu sveifl- um frá mannaveiðum á ófriðartímum til dýraveiða eða burtreiða, þessara skemmtana á „friðartímum“. Jafnan var óvíst hvað framtíðin bar í skauti sér – meira að segja fyrir þá sem höfðu flúið „heiminn“. Guð og tryggð fáeinna einstaklinga sem stóðu saman var það eina sem mátti reiða sig á. Óttinn ríkti alls staðar; fólk varð sífellt að vera á varðbergi. Líkt og raunveruleg örlög mannanna snerist einnig nautnin upp í ótta á augabragði og jafn snöggt gátu menn losnað við óttann með því að gefa sig nýrri nautn á vald. Meginþorri veraldlegu yfirstéttarinnar á miðöldum lifði lífi glæpafor- ingja. Þegnarnir tileinkuðu sér smekk þeirra og venjur. Þær lýsingar sem hafa varðveist frá tímum þessa samfélags bregða í heildina séð upp mynd af ástandi sem svipar til lénsvelda okkar tíma – og þær sýna okkur einnig skylt hegðunarmynstur. Aðeins lítil yfirstétt, sem rætt verður um hér á eftir, skar sig úr að umtalsverðu leyti. Bardaginn var stríðsmanni miðalda ekki aðeins kær, hann lifði fyrir hann. Hann varði æsku sinni í að undirbúa sig fyrir bardaga. Þegar hann varð fullveðja var hann sleginn til riddara og hann háði stríð svo lengi sem kraftar hans leyfðu, fram á gamalsaldur. Líf hans hafði engan annan til- gang. Heimili hans var varðturn og virki, í senn vopn til sóknar og varnar. Ef það henti, eins og raunin var í undantekningartilvikum, að hann lifði í friði þá þarfnaðist hann að minnsta kosti tálsýnar stríðsins. Hann barðist á burtreiðum og oft var aðeins lítill munur á þeim og alvöru bardögum.16 „Í samfélagi þess tíma var stríðið venjulegt ástand“, segir Luchaire um 13. öldina. Og um 14. og 15. öldina skrifar Huizinga: „Sú langvarandi mynd sem stríðið tók vanalega á sig, viðvarandi óróinn í bæjum og sveitum vegna alls konar hættulegs óþjóðalýðs, stöðug ógnin vegna grimms og óútreiknanlegs dómsvalds … nærðu almenna óöryggiskennd.“ 17 Á 15. öld, líkt og fyrr á 9. eða 13. öld, tjáir riddarinn enn ánægju sína á 16 Sama rit, bls. 278. 17 J. Huizinga, Herbst des Mittelalters. Studien über Lebens u. Geistesform des 14. und 15. Jahrhunderts in Frankreich und in den Niederlanden, München, 1924, bls. 32. NoRBeRt eliAS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.