Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 173
173
Á öðrum stað í kvæðinu kemur þetta einnig fram á skýran og fallegan
hátt:
Búinn við meinum
skal bragna hver,
þó gangi að óskum allt.
Sterkleg stríð
trúi ég standast megi
hver þeirra býður búinn.
Margsnotur maður,
sá er fyrir meinum verður,
láti sinn ei hryggja hug.
Góðs að vænta
skal seggja hver,
þó hann sé til dauða dæmdur.22
Hér er ekkert að finna um handanlífið. Sá sem lætur líf sitt stjórnast af
hugsuninni um dauðann finnur enga gleði í lífinu lengur. Vissulega litu
riddararnir á sig sem sannkristna menn og líf þeirra var gagntekið af hug-
myndum og helgisiðum kristinnar trúarhefðar. Í samræmi við félagslega
og andlega stöðu riddaranna, sem var ólík stöðu klerkastéttarinnar, tengd-
ist kristindómurinn þó allt öðru gildismati en í huga þeirra sem sömdu og
lásu bækur. Kristindómurinn hafði gjörólíkt yfirbragð og annað inntak en
hjá þeim síðarnefndu. Hann hindraði þá ekki í því að gæða sér á lystisemd-
um lífsins; hann hindraði þá ekki heldur í því að myrða og ræna. Það var
hluti af lífi þeirra og samfélagslegri stöðu sem þeir voru stoltir af. Það var
riddaranum lífsnauðsyn að óttast ekki dauðann. Hann varð að berjast.
Þetta var ófrávíkjanleg regla sem helgaðist af samfélagsgerðinni og innri
togstreitu hennar.
4. Í samfélagi miðalda var þó ekki aðeins lífsnauðsynlegt fyrir riddara
og hina stríðandi yfirstétt að vera ávallt viðbúinn að grípa til vopna. Einnig
líf borgaranna einkenndist af stórum og smáum erjum og í mun meira
mæli en á síðari tímum. Einnig hér voru árásargirni, hatur og gleðin yfir
þjáningum annarra mun skefjalausari en síðar varð.
Með vaxandi ítökum þriðju stéttarinnar magnaðist togstreitan í mið-
22 [Í frumtextanum er vitnað í Zarncke, sama rit, bls. 48, vers 395–401. Íslenska þýð-
ingin er sótt í Tuvestrand, sama rit, bls. 116.]
AF ÁRÁSARGIRNINNI OG UMBREYTINGUM HENNAR