Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 174

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 174
174 aldasamfélaginu. Og borgararnir börðust ekki aðeins upp á við í krafti auðs. Rán, gripdeildir, átök og fjölskylduerjur voru ekki síður mikilvæg í lífi borgaranna en í lífi hinnar stríðandi stéttar sjálfrar. örlög Mathieus d’Escouchy eru aðeins eitt tilfallandi dæmi. Hann kemur frá héraðinu Picardie og er einn þeirra fjölmörgu manna á 15. öld sem rituðu „annál“.23 „Annállinn“ gefur okkur til kynna að hér sé á ferð heiðarlegur rithöfundur sem af kostgæfni helgaði krafta sína sagnfræði- legri iðkun. En ef við reynum að ráða í líf hans með því að rýna í opinber gögn blasir við allt önnur mynd: Mathieu d’Escouchy hefur embættismannaferil sinn sem fulltrúi, aukadómari, kviðdómari og bæjarstjóri (prévôt) í bænum Péronne milli 1440 og 1450. Allt frá byrjun hittum við hann fyrir í eins konar erjum við fjölskyldu fjárhaldsmanns bæjarins, Jeans Froment, sem eru útkljáðar fyrir dómi. En ekki líður á löngu þar til fjárhalds- maðurinn ásakar d’Escouchy um fölsun og morð eða „excès et attemptaz“. Á móti hótar bæjarstjórinn ekkju fjandmanns síns rann- sókn vegna galdra. En konan getur orðið sér úti um tilskipun sem leiðir til þess að d’Escouchy þarf að leggja rannsókn sína í hendur dómsvaldinu. Málið fer fyrir þingið í París og d’Escouchy er í fyrsta sinn færður í fangavist. Í framhaldinu má hann dúsa sex sinnum í varðhaldi, í nokkrum tilvikum sem sakborningur og einu sinni sem stríðsfangi. Í hvert skipti er um að ræða alvarleg afbrot og oftar en einu sinni er honum haldið föngnum í þungum hlekkjum. Hlé verð- ur á málaferlunum og innbyrðis ásökunum Froment-fjölskyldunnar og d’Escouchy þegar kemur til harðra átaka og sonur Froments særir d’Escouchy. Báðir ráða þeir til sín miskunnarlausa þrjóta til að sitja fyrir lífi hvors annars. Eftir að þessar löngu erjur hverfa af sjónarsviðinu kemur til nýrra árása. Í þetta sinn er það munkur sem særir bæjarstjórann. Nýjar sakargiftir koma fram, síðan flytur d’Escouchy til Nesle árið 1461, grunaður um níðingsverk að því er virðist. Það hindrar hann þó ekki í því að hefja nýjan feril. Hann verður héraðsdómari, bæjarstjóri í Ribemont, fjárhaldsmaður kon- ungsins í Saint-Quentin og hlýtur aðalstign. Eftir nýja áverka, fang- elsanir og yfirbót hittum við hann fyrir í herþjónustu. Hann verður stríðsfangi og snýr síðar örkumlaður heim úr herför. Þá giftist hann, en það markar ekki upphafið að kyrrlátu lífi hjá honum. Við sjáum 23 Huizinga, sama rit, bls. 32–34. NoRBeRt eliAS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.