Skírnir - 01.01.1971, Page 7
VÉSTEINN ÓLASON
Nokkrar athugasemdir um
Eyrbyggja sögu
I
EyrbyggjA saga hefur naumast nokkru sinni notið jafn almennrar
hylli og frægustu íslendingasögur, svo sem Egla, Njála eða Laxdæla,
en þeir sem nákomnir eru sögunum skipa henni þó í virðingarsess á
meSal þeirra. En yfirborS sögunnar er kaldara en margra annarra
sagna, og kostirnir leyna oft á sér. Þá hafa fræSimenn oft fundiS
sögunni þaS til foráttu aS efni hennar væri sundurleitt og illa tengt
saman. í línum þessum er samsetning og gerS sögunnar tekin til um-
ræSu og reynt aS draga fram ýmislegt sem kann aS dyljast viS fyrsta
lestur, en getur þó skipt máli fyrir skilning á sögunni.
AlIvíSa er fjallaS um Eyrbyggju á bókum, og skal þaS ekki rakiS
hér, en skylt er aS geta þess aS Einar ÓI. Sveinsson og Lee M. Hol-
lander hafa skrifaS um gerS sögunnar og list, og er þaS sem hér
segir aS nokkru leyti í framhaldi af athugunum þeirra og niSur-
stöSur svipaSar um sumt.1 Sá sem síSast hefur fjallaS um Eyr-
byggju, Theodore M. Andersson, telur hana vandræSagrip (trouble-
some), og er þaS aS vonum því hann á í vandræSum meS aS koma
henni heim viS kenningar sínar um gerS íslendingasagna. Þetta
kann reyndar fremur aS sýna galla á kenningum Anderssons en Eyr-
hyggju, þótt hún sé vitanlega ekki gallalaus fremur en önnur mann-
anna verk.2
Hér verSur án fyrirvara talaS um höfund sögunnar og ekki um
þaS spurt hvert hann hafi sótt efni til hennar, í önnur rit, í munn-
mæli eSa í eigin hugskot. Allar athuganir á stíl og orSalagi verSur
þó aS lesa meS þaS í huga aS sagan er ekki varSveitt í eiginhandar-
riti höfundar, heldur í eftirritum eftirrita, en leyfilegt ætti aS vera
aS gera ráS fyrir aS þaS sem sérkennilegast er og eftirminnilegast
sé frá höfundi komiS, þótt þaS verSi ekki sannaS um einstök tilfelli.