Skírnir - 01.01.1971, Síða 8
6
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
Alls staðar er miðað við og vitnað til texta sögunnar í íslenzkum
fornritum.
II
í Eyrbyggju kemur við sögu mikill fjöldi fólks, og þar gerast
ýmsir atburðir sem ekki er sjáanlegt í fyrstu að neitt orsakasam-
hengi sé á milli. Þess vegna kann sagan að virðast óskapnaður við
skjóta athugun, en fljótlega skýrast línurnar svo að hægt er að
greina ákveðnar atburðafléttur og andstæður sem bera fram þung-
an straum frásagnarinnar. Þessar atburðafléttur eru þó ekki skýrt
að greindar, heldur fléttast aftur hver innan í aðra. Um þetta ein-
kenni á gerð sögunnar segir Andersson:
What is puzzling in the saga is the involution of the conflicts. The Vigfúss,
Styxr, Bj Qm Breiðvíkingakappi, and Þorbrandssynir strands are picked up and
dropped, sometimes twice, before finally being unraveled. This interweaving of
plots is not normal saga procedure and there is no apparent reason for it. It
could in fact easily be eliminated: If the Styrr (S) and Bj<?m Breiðvíkinga-
kappi (B) plots were gathered together, the narrative would be straightened
and a normal order restored. Perhaps the author had chronological sources
that called for the interspersing of these episodes.3
Hætt er við að margir nútímahöfundar mundu leggja kollhúfur ef
jafnan væru gerðar til þeirra kröfur um „straight narrative“ og
„normal order“. Það er einmitt með þessari samfléttun einstakra
þátta sem höfundi tekst að skapa heild úr efni sínu. Ef hann hefði
farið að eins og Andersson leggur til, hefði sagan klofnað sundur
í marga hluta. Með því að láta mörgum sögum fara fram í einu
skapast sú breidd í frásögnina sem nauðsynleg er ef allt efnið á að
rúmast í einum og sama ramma.
Gerð Eyrbyggju verður bezt lýst með því að gera ráð fyrir þrem-
ur víddum. Verðandi sögunnar, þeir atburðir sem gerast, marka
lengd sögunnar, breiddin markast af sviði þessara atburða eða snæ-
fellsku sjónarmiði sögumannsins, en hæðin og dýptin eru markaðar
af mannlýsingum, og þar er lýsing Snorra goða burðarásinn. Snorri
getur varla talizt söguhetja eða aðalpersóna í venjulegum skilningi,
en hann á þó beinan eða óbeinan þátt í öllum átökum sem sagan
greinir frá (í inngangi forfeður hans). Eyrbyggja er samt miklu
fremur atburðasaga en persónusaga, eins og gleggst má ráða af því
að frá seinni hluta ævi Snorra goða er aðeins sagt í ágripi og