Skírnir - 01.01.1971, Síða 9
SKÍRNIR
ATHUGASEMDIR UM EYRBYGGJU
7
hlaupið er yfir ýmis mikilvæg atvik. Með sanni er hægt að segja að
sagan fjalli um deilur höfðingjaætta á Snæfellsnesi á ákveðnu tíma-
skeiði, og styrkist þessi skoðun af því nafni sem líklegt er að höf-
undur hafi ætlað henni, Saga Þórsnesinga, Eyrbyggja og Alftfirð-
inga. Höfundur virðist telja að Snorri goði einn nægi ekki til að
tengja atvik sögunni ef þau gerast utan Snæfellsness, eins og sjá má
af þætti Þrándar stíganda í viðureigninni við Óspak á Eyri; eftir að
Snorri er fluttur í annað hérað þarf að gera sérstaklega eftir manni
á Snæfellsnes og lýsa för hans til bardagans og hvernig hann veldur
þar hvörfum. Þótt áherzla sé lögð á þessi tengsl sögunnar við Snæ-
fellsnes, hvernig hún virðist séð með snæfellskum augum, er fráleitt
að telj a hana nokkurs konar héraðssögu. Það sýna bezt orð höfund-
ar í 6. kapítula: „Á þessum tima byggðisk allr Breiðafjgrðr, ok þarf
hér ekki at segja frá þeira manna landnámum, er eigi koma við
þessa spgu.“
Til þess að gera grein fyrir orsakasamhengi einstakra kafla sög-
unnar og stöðu innan heildarinnar er nauðsynlegt að rekja efnis-
þráðinn í stuttu máli.
Eins og í mörgum öðrum Islendingasögum er alllangur inngang-
ur að sjálfri aðalsögunni, og liggur beint við að telja til hans ellefu
kapítula. Þessum inngangi má aftur skipta í þrjá hluta. í 1.-8. kap.
segir frá aðdraganda landnáms og einstökinn landnámsmönnum.
Kynlegt má þykja að byrjað er á að segja frá ættfeðrum Kjallekl-
inga, þar sem þeir koma minna við söguna en ýmsar aðrar ættir,
en þetta er þó auðskýrt. Með því að hefja frásögnina á Katli flatnef
og afkomendum hans var hægt að tengja söguna sögum Noregskon-
unga og öðrum íslendingasögum. Auk þess verður ættfaðir Kjallekl-
inga, Björn hinn austræni, valdur þess að Þórólfur Mostrarskegg
tekur sig upp og fer til íslands. Þegar kemur að landnáminu sjálfu,
er fyrst greint frá Þórólfi og langrækilegast sagt frá landnámi hans,
eins og vænta má þegar haft er í huga hver er hlutur Snorra afkom-
anda hans í sögunni.
I 9.-10. kap. segir frá annarri og þriðju kynslóð Snæfellinga og
deilum þeirra. Þessar deilur mynda ris í innganginum og gæða hann
þannig sjálfstæðu lífi, en jafnframt myndast þar andstæður og
bandalög sem gætir síðar í sögunni og eru óröskuð þegar Snorri
kemur til valda.