Skírnir - 01.01.1971, Page 10
8
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
11. kap. tengir kynslóðirnar saman með því að greina frá örlög-
um Þorsteins þorskabíts og nefna syni hans.
Með 12. kap. hefst meginsagan, og þar er Snorri goði leiddur
fram á sviðið og þeir höfðingj asynir aðrir sem mest koma við sögu:
Þorbrandssynir, tryggir bandamenn Snorra í allri sögunni, Arnkell,
helzti andstæðingur Snorra framan af, Þorgrímssynir, erfðafjendur
Snorra, en síðar tengdamenn, og loks Þorlákssynir, andstæðingar
Snorra í síðari hluta sögunnar. Með þessari kynningu hefst megin-
sagan, og segir fyrst frá því í eins konar inngangi hennar hvernig
Snorri nær undir sig föðurleifð sinni. Lýsing Snorra er hér þegar
frá upphafi skýr og sjálfri sér samkvæm og yfirburðir hans yfir
andstæðinga ótvíræðir.
Fram til þessa hefur atburðarásin verið einþætt. Mætti líkja sög-
unni við á sem fellur í gljúfrum í hörðum streng og eykst smám
saman að vatnsmagni, en nú er komið út úr gljúfrunum, straumur-
inn verður lygnri og áin kvíslast um flatar eyrar langa hríð, en þó
safnast vötnin að lokum í einn ós. Þegar fyrst er horft yfir slétt-
lendið, sýnast kvíslarnar óteljandi og rennslið óstöðugt, en brátt
greinir augað meginkvíslar og aðrar grynnri, og ósinn staðfestir að
allt vatnasvæðið er ein heild og meginstefnan ein. Sá sem ætlar að
gera uppdrátt af svæðinu byrjar á því að fylgja einni kvíslinni sér
til hægðarauka.
Fyrstu deilur sem Snorri blandast í sem höfðingi eru Máhlíðinga-
mál (15.-16. og 18.-22. kap.). Arnkell goði á Bólstað er fyrir and-
stæðingum hans, og rekur nú eitt mál annað þar sem þeir Snorri
og Arnkell standa hvor andspænis öðrum: jafnskjótt og Máhlíð-
ingamál eru til lykta leidd hefjast deilur við Vigfús í Drápuhlíð,
sem síðar leiða til að hann er veginn og flokkur höfðingja undir
forystu Arnkels tekur að sér eftirmálin (23. og 26.-7. kap.); Þórólf-
ur bægifótur kemur af stað illdeilum sem draga dilk á eftir sér og
lyktar með því að Snorri fer að Arnkeli og vegur hann (30.-38.
kap.). Þar með lýkur deilum Snorra og Arnkels því að engir eru til
eftirmáls, en þó á þessi þáttur sögunnar sér eftirleik sem síðar verð-
ur að vikið. Eftirtektarvert er að deilur þessa þáttar hefjast aldrei
með beinum árekstrum milli Arnkels og Snorra, heldur dragast þeir
inn í deilur sem aðrir hefja; deilur í héraðinu lagast að þeim valda-
andstæðum sem búa undir yfirborðinu.