Skírnir - 01.01.1971, Page 11
SKÍRNIR
ATHUGASEMDIR UM EYRBYGGJU
9
Þættir í deilum Snorra og Arnkels eru tengdir með ýmsu móti,
t. d. biöur Katla í Holti Arnkeli bölbæna í kaflanum um Máhlíð-
ingamál og segir fyrir um að hann muni hljóta illt af föður sínum.
Jafnframt er í þessum þætti ýmislegt sem tengist öðrum meginþátt-
um: sekt Þórarins Máhlíðings og utanför þeirra Vermundar Þor-
grímssonar verður upphaf berserkjaþáttar; í eftirmálum eftir Vig-
fús í Drápuhlíð skerst fyrst í odda með Snorra og Eyrbyggjum;
Þuríður systir Snorra verður óbeint til að draga hann inn í Má-
hlíðingamál og bein orsök deilna hans við Björn Breiðvíkingakappa.
Atburðarásin frá upphafi Máhhðingamála til loka deilna þeirra
Arnkels og Snorra er nokkrum sinnum rofin af öðru efni sem annað-
hvort skýrir þá breytta valdastöðu Snorra eða veit fram á við til
nýrra deilna: í 17. kap. segir frá deilum þar sem gægist fram forn
fjandskapur Þórsnesinga og Kj alleklinga, og Snorri aflar sér þá
voldugra bandamanna utan héraðs; í 24. kap. er boðað væntanlegt
bandalag Snorra og Styrs, og í beinu framhaldi af því kemur ber-
serkjaþáttur (25. og 28. kap.) sem lýkur með því að Snorri fær
dóttur Styrs, og verður það afdrifaríkt síðar í deilum Snorra við
Breiðvíkinga og Eyrbyggja; enn eitt innskotið í deilur Snorra og
Arnkels er í upphafi 22. kap. og 29. kap. allur, en þar segir frá upp-
hafi deilna Snorra og Björns Breiðvíkingakappa, og er það fyrsti
hluti af öðrum meginþætti sögunnar sem tekur við af deilum við
Arnkel. Þessi innskot sýna að höfundur gleymir sér aldrei í frásögn
af deilunum við Arnkel, heldur hefur í huga það sem síðar mun
gerast; ráð hans standa djúpt eins og ráð Snorra goða.
Þegar eftir kaflann um fall Arnkels og afleiðingar af því hefst
seinni meginþáttur sögunnar, deilur Snorra og Alftfirðinga við
Breiðvíkinga og Eyrbyggja (39.-48. kap.). Þessi meginþáttur hefur
einnig eftirleik sem síðar getur. Að því undanskildu að sagt var frá
upphafi að fjandskap Snorra og Björns í 29. kap. er atburðarásin
hér samfelld, en ekki getur hún þó talizt einföld. Undirrót deilnanna
er annars vegar ástir Björns og Þuríðar, en hins vegar deilur Þor-
leifs kimba og Arnbjarnar Breiðvíkings. Orsök þeirra er lítilfjör-
legt atvik í utanför Þorleifs kimba vegna vígs Arnkels goða, og eru
þannig ákveðin tengsl milli þessara meginþátta auk þess að Snorri
er annar aðilinn í deilum beggja. Eyrbyggjar, tengdamenn Breið-
víkinga, dragast fljótt inn í deilur þessar sem ná hámarki með bar-