Skírnir - 01.01.1971, Page 16
14
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
færir höfundur til peðin á því skákborði örlaganna sem hann hefur
sett fram, og hann virðist víðast hvar gefa því lítinn gaum hvaða
tilfinningar hafi vaknað hjá fórnarlömbunum, þeim sem saklaus
hlj óta sorg eða bana í átökunum. Þetta kalda yfirborð gerir söguna
raunsæja og líka lifinu sjálfu, en undan köldu yfirborðinu gægjast
á stöku stað þær mannlegu tilfinningar sem eru með í leiknum, nógu
oft til að bregða blæ harmleiksins yfir frásögnina aftur og aftur.
Óvíða birtast þau einkenni sem hér hefur verið reynt að gera
grein fyrir jafn vel og í frásögninni af liðsbón Þorgerðar, ekkju Vig-
fúsar í Drápuhlíð. Athæfi hennar er vissulega ólíkt því sem nútíma-
kona mundi taka sér fyrir hendur á dánardegi manns síns. Snorri
goði og menn hans hafa fellt Vigfús:
Vigfúss var heygðr eptir um daginn. Þann sama dag fór Þorgerðr, kona Vig-
fúss, inn á Bólstað at segja Arnkatli frænda sínum . . . Eptir þetta fór Þorgerðr
út undir Hraun ok bað Styr mæla eptir Vigfús, frænda sinn . . . Eptir þat fór
hon út til Bjamarhafnar ok beiddi Vermund liðveizlu ok kallar honum vandast
um . . . Síðar fór hon út á Eyri ok fann Steinþór ok bað hann gerask formann
eptirmælis þessa . . . Fór hon eptir þat inn yfir fjQrðu á fund Vermundar . . .
Eptir þat fór hon heim ok hafði þessa meðferð alla (gróf upp bónda sinn og
tók höfuð hans með sér) . . . Ok er hon kom á Bólstað, segir hon Arnkatli, at
frændr Vigfúss vildu, at hann gerðisk fyrirmaðr at eptirmáli um víg Vigfúss.
Hvergi er neitt hlé á frásögninni sem bent gæti til annars en þessir
atburðir verði allir á einum degi. Svo mikið er víst að Þorgerður ann
sér engrar hvíldar fyrr en henni hefur tekizt að fá menn til að mæla
eftir bónda sinn. í kaflanum um þessa ferð hennar virðist öll áherzla
vera lögð á að lýsa höfðingjunum og tafli þeirra um hver eigi að
hafa forystu fyrir eftirmálum. Allir vilja þeir að eftirmál verði, en
hver einstakur er tregur til að taka að sér forystu gegn Snorra goða.
Viðbrögð höfðingjanna og tilsvör lýsa þeim mætavel og kaflinn er
afbragð að því leyti. Hitt verður ekki sagt að höfðingjar þessir eða
höfundur sýni ekkjunni mjög mikla nærgætni að hrekja hana þannig
fram og aftur á þessum degi og neyða hana loks til að grafa bónda
sinn upp og reiða höfuð hans milli bæja. Það er sannarlega reisn
yfir ferðalagi Þorgerðar, en skilyrði þess að hún verði að lifandi
manneskju sem höfði til samúðar lesanda er að einhver vísbending
sé gefin tnn tilfinningar hennar. Það gerir höfundur á tveimur stöð-
um. Eftir að tveir höfðingjar hafa vísað Þorgerði frá sér, kemur