Skírnir - 01.01.1971, Side 17
SKÍRNIR
ATHUGASEMDIR UM EYRBYGGJU
15
hún til Vermundar Þorgrímssonar sem vísar henni til Steinþórs á
Eyri. Þá fær Þorgerður ekki orða bundizt: „Mikit geri þér mér
fyrir þessu máli, en eigi mynda ek mitt erfiði til spara, ef til fram-
kvæmðar yrði.“ En Þorgerður fer erindisleysu til Steinþórs og
kemur aftur til Vermundar sem gefur henni þá það ráð að grafa
bónda sinn upp og sýna Arnkeli höfuð hans.
Þorgerðr kvazk eigi vita, hvar þessu máli myndi koma, en sjá kvazk hon, at
þeir spQrðu hana eigi til erfiðis ok skaprauna; — „en til mun ek þetta vinna,“
segir hon, „ef þá yrði þyngri hlutr óvina minna cn áðr.“
Hér er sýnt hvílík ólga býr undir yfirborðinu án þess vikið sé frá
hlutlægni frásagnarinnar, og þessi hófstilltu tilsvör eru úrslitadrætt-
irnir í ágætri mannlýsingu.
Onnur frásögn sem vel sýnir snilld höfundar er kaflinn um flugu-
ferð Egils þræls úr Álftafirði. Þar kemur m. a. skýrt í Ijós hvílíkur
húmoristi hann er.
í upphafi er Agli lýst:
Þorbrandr hóndi í Alptafirði átti þræl þann, er Egill sterki hét; hann var
manna mestr ok sterkastr, ok þótti honum ill ævi sín, er hann var ánauðgaðr,
ok bað opt Þorbrand ok sonu hans, at þeir gæfi honum frelsi, ok bauð þar til
at vinna slíkt, er hann mætti.
Ekki verður höfundur Eyrbyggju sakaður um að hafa sérstakar
mætur á þrælum. Hann lýsir þeim víða með háði og jafnvel fyrir-
litningu, eins og bezt má sjá í frásögninni af þrælum Arnkels goða
í 37. kap. í Eyrbyggju er lýst stéttaþj óðfélagi þar sem höfðingjar
eiga sér einn bás og þrælar annan. Þrátt fyrir þetta kemur skýrt fram
að þrælarnir hafa mannlegar tilfinningar, og á þremur stöðum í sög-
unni notfæra menn sér frelsisþrá þeirra til að fá þá til að vinna ill-
virki. Eftirminnilegast er dæmi Egils. í þessari kynningu einkennist
hann af tvennu: líkamlegri hreysti og frelsisþrá. Þetta tvennt verður
svo til að steypa honum í glötun; hreystin veldur því að hann er val-
inn til ferðarinnar, og frelsinu er haldið sem agni fyrir augum hans.
Egill er sannarlega skotspónn háðs og gamansemi höfundar, en frá-
sögnin fær undirtón harmleiks sem gerir hana áhrifamikla, af því að
gamanið er blandið samúð.
Sjálf frásögnin um fyrirsát Egils og árás er listileg:
. . . hann gekk ofan í skarðit at Leikskálum; leyndisk hann þar um daginn
ok sá til leiksins. Þórðr blígr sat hjá leikinum; hann mælti: „Þat veit ek eigi.