Skírnir - 01.01.1971, Page 19
SKÍRNIR
ATHUGASEMDIR UM EYRBYGGJU
17
breyttari og mannlegri. í kaflanum um Máhlíðingamál er nærfærnis-
leg lýsing tilfinningamanns, Þórarins svarta, og ástir Björns Breið-
víkingakappa og Þuríðar hálfsystur Snorra eru mikilvægur þáttur í
frásögninni. Athyglisvert er þó að hlutlægni stílsins og yfirbragð
breytist ekki sjáanlega við þetta, og einkum er frásögnin af ástum
Björns og Þuríðar laus við alla rómantík. Þetta er þó líklega fremur
höfundareinkenni en hægt sé að draga af því nokkrar ályktanir um
aldur sögunnar eða kynni höfundar af rómantískum bókmenntum.
En í þessum köflum sögunnar hefur höfundur aðra aðferð til að
koma tilfinningum þeirra Þórarins og Björns á framfæri við lesend-
ur. Þeir eru báðir skáld og tjá hug sinn í vísum. Hvað sem líður
uppruna og aldri þessara vísna, er lj óst að þær eru því aðeins felldar
inn í söguna að höfundur telur æskilegt að tilfinningarnar sem þær
tj á fái einhverj a útrás í sögunni.
Með þessum dreifðu athugunum hér næst á undan hefur einkum
verið ætlunin að sýna að tilfinningalífið sé mikilvægari þáttur í
Eyrbyggju en fljótt á litið kann að virðast. Þetta fær staðfestingu
við athugun á persónulýsingum og þá sérstaklega lýsingu Snorra
goða og þeirra persóna sem teflt er gegn honum.
IV
I Eyrbyggju er ýmsum aðferðum beitt til að lýsa sögupersónum.
og bezt kemur fjölbreytnin í ljós í lýsingu Snorra goða.
Beint er Snorra lýst af sögumanni sjálfum í 15. kap. Þar segir:
Snorri var meðalmaðr á hæð ok heldr grannligr, fríðr sýnum, réttleitr ok
ljóslitaðr, bleikhárr ok rauðskeggjaðr; hann var hógværr hversdagliga; fann
lítt á honum, hvárt honum þótti vel eða illa; hann var vitr maðr ok forspár
um marga hluti, langrækr ok heiptúðigr, heilráðr vinum sínum, en óvinir hans
þóttusk helðr kulða af kenna ráðum hans.
Onnur aðferð til mannlýsinga sem skylt á við þessa er að láta al-
mannaróm segja álit sitt, en það hefur þegar komið fram er sögu-
maður gefur þessa lýsingu á Snorra. í 12. kap. segir: „hann var
heldr ósvífr í œskunni, ok var hann af því Snerrir kallaðr ok eptir
þat Snorri.“ Einnig virðist almannarómur tala þar sem því er lýst
hvernig Snorri og Styr hafi vaxið af að tengjast.
Mest beitir höfundur þó þeirri aðferð að láta menn lýsa sér sj álfa
með orðum og athöfnum, og hvað Snorra áhrærir er lýsing hans
2