Skírnir - 01.01.1971, Qupperneq 20
18
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
skýrð með því að tefla jafnan gegn honum andstæðum hans eða
a. m. k. mönnum með marga ólíka eiginleika. Þetta kemur fram strax
í upphafi þegar segir frá útkomu þeirra Þorleifs kimba, en allt hátta-
lag þeirra félaganna er harla ólíkt: Snorri býst fátæklega, leynir auði
sínum og hirðir ekki um þótt menn hendi gaman að; hann er þegar
búinn að hugsa ráð sitt lengra fram í tímann. Þorleifur berst mikið
á og ver til þess mestöllu fé sínu. Lýsing hans er bráðlifandi, og er
bætt við hana ýmsum dráttum síðar, en jafnan er Þorleifur sjálfum
sér samkvæmur: ofláti mikill, orðhvatur og hreinskilinn, en ekki vit-
ur og ætíð dálítið broslegur, sbr. það hvernig skilið er við hann í
40. kap.: „fór Þorleifr heim í Alptafjprð um haustit ok lét vel yfir
sér, sem vanði hans var til.“
I viðureign Snorra við Börk sýnir hann fyrst til fulls vit sitt og
forsjálni, en jafnframt einbeitni og hugrekki. Börkur er auðtrúa og
gengur í gildru Snorra, ágirndin gerir hann glámskyggnan.
Yfirburðir Snorra yfir þá Þorleif kimba og Börk eru augljósir.
Oðru máli gegnir um höfuðandstæðing hans í fyrri hluta sögunnar,
Arnkel goða. Því til staðfestingar má benda á það eftirmæli sem Arn-
kell fær í sögunni:
. . . var hann Qllum mQnnum harmdauði, því at hann hefir verit allra manna
bezt at sér um alla hluti í fornum sið ok manna vitrastr, vel skapi farinn, hjarta-
prúðr ok hverjum mooni djarfari, einarðr ok allvel stilltr; hafði hann ok jafnan
inn hæra hlut í málaferlum, við hverja sem skipta var; fekk hann af því Qf-
undsamt, sem nú kom fram.
Þessi lýsing Arnkels er ekki í öllum aðalhandritum sögunnar, og
sennilegast er að hún sé viðbót skrifara. En það segir sína sögu um
lýsingu Arnkels að skrifarinn hefur fundið hvöt hjá sér til að kveðja
hann með þessum dómi.
Arnkell goði er maður fornra dyggða. Hann er hraustmenni, eins
og síðasta vörn hans sýnir, tryggur vinum sínum, skörulegur höfð-
ingi, glaður og reifur. Arnkell er fylginn sér og gengur hart eftir
rétti sínum og sinna manna, en ekki verður séð að hann hafi neinn
metnað til stækkunar ríkis síns, hann er góður bóndi og starfsamur
sem unir glaður við sitt.
Arnkeli og Snorra er lýst á svo hlutlægan hatt að dómur um verk
þeirra er í reyndinni lagður í vald hvers einstaks áheyranda eða
lesanda sögunnar, en fremur hlýtur samúðin þó að snúast á sveif