Skírnir - 01.01.1971, Page 21
SKÍRNIR
ATHUGASEMDIR UM EYRBYGGJU
19
meS Arnkeli. Skýrast verSur þetta í lokaþætti samskipta þeirra, þeg-
ar Arnkell verst ofurefli einn saman og fellur aS lokum fyrir mönn-
um Snorra. Þar hlýtur samúSin aS vera hans megin, alveg eins og
lesendur eru allir á bandi þeirra Gunnars á HlíSarenda eSa Gísla
Súrssonar þar sem þeir verjast einir og falla fyrir ofurefli. Á hinn
bóginn verSur ekki sagt aS Snorra sé nokkurs staSar borin illa sagan.
Helzt væri e. t. v. hægt aS leggja honum til lasts er hann gerist stuSn-
ingsmaSur Þórólfs bægifóts í vondu máli, en annars breytir hann
jafnan svo sem höfSingja ber. ÞaS er ekkert einsdæmi í fornum
sögum, og sýnir raunsæi þeirra, aS góSir drengir neyti aflsmunar til
aS sigrast á andstæSingi.
Lítill vafi getur leikiS á því aS höfundur Eyrbyggju hafi séS þaS
fyrir aS samúS alls þorra áheyrenda eSa lesenda sögu hans mundi
snúast meS Arnkeli. Hitt er óvissara hvar hans eigin samúS hefur
veriS. Svo mikil áherzla er lögS á aS sýna vit Snorra óg hæfni til aS
koma vilja sínum fram aS höfundur hlýtur aS hafa metiS þetta
mikils. Þegar Snorri stendur yfir höfuSsvörSum Arnkels er aS vísu
lítill frægSarljómi yfir honum, en hann lifir þó og er voldugri en
áSur. Arnkell hefur getiS sér góSan orSstír, en hann er jafndauSur
fyrir því.
Þeir sem hertir voru í valdabaráttu Sturlungaaldar hafa fráleitt
taliS neinn ódrengskap felast í því þótt Snorri neytti liSsmunar viS
Arnkel. Svo metnaSarfullur höfSingi sem Snorri gat ekki þolaS jafn
ríkan mann og Arnkel aS heita mátti í túnfætinum hjá sér. Þegar
Snorri gerSi samning um Krákunesskóg viS Þórólf bægifót, er ólík-
legt aS hann hafi eingöngu látiS stjórnast af löngun til aS eiga þessa
skógarspildu. Hann hlýtur aS hafa séS fyrir aS samningur þessi
mundi leiSa til árekstra viS Arnkel, árekstra sem aS lokum gætu
gefiS tilefni til aS rySj a honum úr vegi.
Hetjurómantíkin sem Arnkell er góSur fulltrúi fyrir og vafalaust
hefur lifaS góSu lífi á Sturlungaöld, gat komiS sér vel þegar stappa
þurfti stáli í óbreytta liSsmenn og fá þá til aS leggja líf og limi í
hættu án þess aS eiga von á verulegum ávinningi. En höfSingjum
þessa tímabils var fullljóst aS þess háttar viShorf dugSu ekki í bar-
áttunni um auS og völd. Arnkell og Snorri eru því fulltrúar tvenns
konar lífsviShorfa. ViShorf Arnkels er fornt, lifir meSal lægri stétta,
en er höfSingjastéttinni ónothæft. Snorri er hins vegar fulltrúi