Skírnir - 01.01.1971, Page 22
20
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIIR
þeirra viShorfa sem móta íslenzka höfðingjastétt á þrettándu öld.
Munur þeirra Snorra og Arnkels blasir ekki við og mat á þeim hlýtur
að verða einstaklingsbundið, en það er freistandi að hugsa sér að
Arnkeli sé í rauninni ætlað sama hlutverk í sögunni og þeim Þorleifi
kimba og Berki, að undirstrika mikilleik Snorra goða.
Björn Breiðvíkingakappi er allt önnur manngerð en Arnkell og
raunar enn ólíkari Snorra goða. Björn er farandriddari í ævintýra-
leit, maður sem lætur tilfinningarnar stjórna sér og er reiðubúinn
að leggja líf sitt í hættu til að fullnægja þeim. Hvergi verður minna
úr Snorra en þar sem hann er varnarlaus í fangi Björns og verður að
semja við hann í stað þess að vega hann eins og ætlunin hafði verið.
Á hitt verður þó að líta að árangurinn af för hans verður fullnægj-
andi. Honum tekst að binda enda á samband Þuríðar systur sinnar
og Björns. Björn sér það líka sjálfur að þótt hann hafi líkamshreysti
umfram Snorra er Snorri ofjarl hans. Ástæðan til þess er ekki ein-
göngu ríki Snorra, heldur skapgerðarmunur þessara tveggja manna.
Björn skortir sjálfstjórn, og hann er þræll ástríðna sinna, en Snorri
er altekinn af einni ástríðu, ástríðu valdsins, og hann er gæddur
þeirri sjálfstjórn, viti og viljastyrk sem gerir honum auðvelt að
sigrast á Birni.
Arnkell var fulltrúi fornrar hetj urómantíkur, en Björn er fulltrúi
annars konar rómantíkur sem e. t. v. má tengj a við suðræna riddara-
mennsku en á þó dýpri rætur í mannlegu eðli en svo að það sé nauð-
synlegt. Lífsviðhorf hans dugðu jafnilla eða verr en viðhorf Arnkels
þeim sem vildi verða voldugur höfðingi á Sturlungaöld. Snorri
reynist enn vera hinn sigursæli.
Snorri goði er enginn kappi. Þess er hvergi getið að hann vinni
líkamleg hreystiverk. (Það væri þá helzt er hann fær tekið Svart,
þræl Vigfúsar í Drápuhlíð, en þar voru aðrir viðstaddir sem fljótt
hafa komið honum til hjálpar.) Þess er og sérstaklega getið að menn
hafi gengið fram fyrir Snorra í bardögum til þess að verja hann.
Ástæða er þó til að leggja áherzlu á að þess er hvergi getiö að Snorri
hafi gengið illa fram eða hlíft sér; huglaus er hann ekki. Hann þorir
að leggja sig í hættu til að koma málum sínum fram, enda var það
nauðsyn hverjum höfðingja sem vildi eiga öruggt fylgi manna sinna,
en hann leggur sig ekki í óþarfa hættu til að sýna hreysti og hug-