Skírnir - 01.01.1971, Page 29
SKÍRNIR
í LEIT AÐ HÖFUNDI LAXDÆLU
27
1964. Bók hennar er enn eitt rit á svi'ði þeirra rannsókna, sem reist-
ar eru á statistiskri meðferð á máli margra texta.
Eins og formáli þessi og fyrirsögn bókarinnar benda til, er mark-
mið Marinu Mundt að sanna náið samband milli Laxdœlu og Sturlu
Þórðarsonar. En í því skyni hefur hún orðið að taka afstöðu til
undangenginna rannsókna minna, fyrst og fremst þeirra sem birtust
í Studia Islandica 22 (Reykjavík 1963): Ólafur Þórðarson hvíta-
sháld, Knýtlinga saga och Laxdœla saga. Ett försök till spráklig
författarbestamning. En þar hef ég reynt að sýna, að margt í máli
Laxdælu og Knýtlingu sé svo líkt og sérstætt, að saini maður virð-
ist vera höfundur þeirra beggja, og að sá maður hljóti þá að vera
Olafur Þórðarson hvítaskáld, bróðir Sturlu. Mikill hluti rits Marinu
Mundt er þessvegna gagnrýni á röksemdafærslu minni og niður-
stöðum. Við erum sem sé málsvarar hvort síns bróður. Ég kem
aftur að þeirri hlið málsins seinna, en reyni nú í staðinn að gefa
lesendum nokkra hugmynd um aðaldrætti hennar eigin rannsóknar.
Höfuðkafli bókarinnar fjallar um samanburð á orðaforðanum í
þessum verkum: Heimskringlu, Eglu, Eyrbyggju, Njálu, Bjarnar
sögu Hítdœlakappa, Hrafnkötlu, Laxdœlu, Knýtlingu, Islendinga
sögu og Hákonar sögu Hákonarsonar. Með tvær síðastnefndu sög-
urnar fer Marina Mundt sem einn texta undir heitinu Sturla. Síðar-
meir kemur einnig Konungs skuggsjá til skjalanna, sem dæmi um
mál með hirðlegum og hæverskum blæ. Kjarnann í þessum saman-
burði mynda auðvitað Laxdœla, Knýtlinga og Sturlu-sögurnar; þær
eru svo að segja sj álfkj örnar. Hinum textunum er ætlað að veita
nægilega breiðan samanburðargrundvöll og um leið fjölbreytilegan.
Marina Mundt byrjar á því að bera saman orðaforða Laxdælu
við orðaforða Heimskringlu, Eglu og Njálu, eins og sá síðarnefndi
hefur verið bókaður af Einari Haugen í Norwegian Word Studies II
(Madison, Wisconsin 1942). Ætlunin var að finna þau orð í Lax-
dœlu, sem væru annaðhvort algengari þar (,,plús-orð“) eða óalgeng-
ari (,,mínus-orð“) en í hinum þremur sögunum samanlögðum.
En hvað er „algengari“ og „óalgengari“ í þessu sambandi? Marina
Mundt gerir til plús-orðs í Laxdælu þá kröfu, að það sé 1.9 sinn-
um algengara þar en í hinum textunum, en að mínus-orð í Laxdœlu
sé hinsvegar 1.9 sinnum algengara í samanburðartextunum.