Skírnir - 01.01.1971, Page 32
30 PETER HALLBERG SKÍRNIR
ásjá . 1 1 2 1 2 - 8 9 4 X
. 3 1 2 _ _ 3 1 _ X
ástúðigr . . . . 1 1 - - - 7 27 1 X
áverki . 3 - 6 11 - 1 20 12 2 X
3 2 2 1 1 5 2 _ X
boðsmaðr . . . 2 2 12 9 - X
bónorð bónorðsmál 9 5 6 1 - - 12 9 - X
bragð . 2 2 6 - 1 2 4 6 2 X
bringa . 4 3 2 1 2 - 4 6 - X
í þremur hægri dálkunum eru merkt með krossi (x) undir St
(—Sturla, þ. e. a. s. Hákonar saga og íslendinga saga) eða 01
( — Knýtlinga) þau orð, sem reynast plús-orð einnig hjá Sturlu eða
í Knýtlingu. í dálkunum milli þeirra - undir x - eru þau orð kross-
merkt, sem hafa reynzt plús-orð annaðhvort í báðum þessum text-
um eða í hvorugum þeirra. Síðastnefnd orð - en þau eru langflest,
samtals 149 af 230 - eru svo að segja hlutlaus í „uppgjörinu“ milli
Sturlu og Knýtlingu.
Af þeim 81 orðum, sem ekki teljast „hlutlaus“, tekur Sturla
samkvæmt krossmerkjunum 51 en Knýtlinga 30. Marina Mundt
virðist líta á þessar tölur sem sönnun fyrir þeirri skoðun sinni,
að Sturla standi nær Laxdælu en Knýtlinga. En hvað segja þess-
ar tölur í raun og veru? Fyrst og fremst eru S<MrZ«-textarnir
(100000 -f-101000 orð) rúmlega fjórum sinnum umfangsmeiri en
Knýtlinga (48000 orð). Þeir eru þar að auki langtum fj ölbreyttari,
þar sem Hákonar saga og Islendinga saga eru mjög ólíkar og hafa
hvor um sig sín eigin áhugamál og sinn sérstaka orðaforða. Það
liggur þessvegna í augum uppi, að Sturla — að öðru jöfnu - ætti
að veita okkur langtum fleiri möguleika að finna plús-orð sameigin-
leg með Laxdœlu, eða með hvaða annarri sögu sem er. Auðvitað
eru möguleikarnir ekki fjórum sinnum fleiri. Orðaforðanum fjölgar
ekki að sama skapi og stærð textanna eykst; 100000 orða rit hefur
ekki helmingi fleiri mismunandi orð en 50000 orða rit. En nákvæm-
lega, hve miklu meiri möguleikarnir eru, vitum við ekki, og ég ef-
ast um að hægt sé að finna nokkurn mælikvarða þess. Eins og sakir
standa er alls ekki víst, að þessi 51 dæmi hjá Sturlu séu hlutfallslega
fleiri en 30 í Knýtlingu. Það á a. m. k. eftir að sanna þá tilgátu, eða
gera hana sennilega. Að því er ég fæ bezt séð, gætu þessar tölur út