Skírnir - 01.01.1971, Page 34
32
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
Eyrbyggja, tekin með til samanburðar. Krossmerki í dálkum Sturlu
og Knýtlingu sýnir, hvor þessara texta hefur hlutfallslega fleiri
dæmi innan viðeigandi flokks; en sama merki í dálki Eyrbyggju
sýnir þá flokka, þar sem sú saga hefur hlutfallslega fleiri dæmi en
Sturla og Knýtlinga hvor um sig:
Flokkar Eyrbyggja Sturla Knýtlinga
1 (t. o. m. bringa) 27 156 x 37
2 (t. o. m. jerraa) 28 x 108 x 22
3 (t. o. m. förunautr) . . . . 81 x 383 104 x
4 (t. o. m. hraustr) .... 51 x 141 34 x
5 (t. o. m. kyr[r]t) 93 487 x 113
6 (t. o. m. mœSgin) 31 160 x 29
7 (t. o. m. skapligr) . . . . 25 149 37 x
8 (t. o. m. stórœttaSr) . . . . 23 x 66 20 x
9 (t. o. m. varla) 82 x 364 102 x
10 (t. o. m. œrinn) 26 133 65 x
Alls 467 2147 563
Sturla reynist þá hafa meiri tíðni plús-orða en Knýtlinga í fjórum
þessara flokka, en Knýtlinga meiri tíðni en Sturla í sex þeirra. Þó
sýnir Eyrbyggja (38000 orð) með samtals 467 dæmi, ennþá ljósari
„yfirburði“ yfir Sturlu en Knýtlinga. En til þess að ná hlutfallslega
sömu tölu og Sturla hefði Eyrbyggja ekki þurft að hafa nema 406
dæmi, og til þess að ná sömu tölu og Knýtlinga 445 dæmi. Þetta er
í sjálfu sér alls ekkert undarlegt, og útilokar á engan hátt þann
möguleika, að Knýtlinga eða Sturla hafi alveg sérstakt samband við
Laxdœlu. Eyrbyggja er sem sé Islendingasaga einsog Laxdœla og
þar með sambærileg við hana í langtum ríkara mæli en Sturla eða
Knýtlinga. Þar að auki virðist Laxdœla hafa haft bein og sterk áhrif
á orðaforða Eyrbyggju; sbr. rit mitt Studia Islandica 20 (Reykja-
vík 1962): Snorri Sturluson och Egils saga Skallagrímssonar. Ett
försök till spráklig författarbestamning, bls. 48-50.
I þessum hugleiðingum um íslendingasögurnar Laxdælu og Eyr-
byggju nálgumst við annmarka þann á rannsókn Marinu Mundt,
sem virðist gera aðalniðurstöður höfundarins af tölum sínum að
engu. Það liggur í augum uppi, að rit einsog íslendinga saga stend-
ur íslendingasögum langtum nær en Hákonar saga eða Knýtlinga. I
Islendinga sögu er fjallað um allskonar íslenzk efni heimavið og