Skírnir - 01.01.1971, Qupperneq 35
SKÍRNIR
í LEIT AÐ HÖFUNDI LAXDÆLU
33
daglegt líf eyjarskeggja, deilur, bardaga og manndráp, brennur,
brúðkaup o. s. frv.; en flest þessi efni hafa lítið sem ekkert rúm
í konungasögum, kannski allra sízt í Knýtlingu. (Þar sem Hákonar
saga fjallar um Noreg og er yfirleitt ríkari aS smáatriðum, hefur
hún að vissu leyti nánara samband við íslenzk efni og áhugamál
en dönsk yfirlitssaga einsog Knýtlinga.) Með því að láta í þessum
samanburði Knýtlingu „keppa við“ íslendinga sögu hefur Marina
Mundt fyrirfram gefið Knýtlingu eins óhagstæð kjör og hugsazt
getur.
Lesandinn hlýtur að spyrja: Hversvegna hefur Marina Mundt
ekki greint milli Hákonar sögu og Islendinga sögu í töflum sínum?
Þá hefði hún um leið getað brugðið ljósi yfir mismun í orðaforða
þeirra, en sá mismunur er vissulega talsverður. (Sumir fræðimenn
hafa jafnvel efazt um að þessar tvær sögur séu eftir sama mann,
einmitt vegna mismunar þeirra í frásagnarhætti og stíl; sbr. rit
Marinu Mundt, bls. 92.) Það mætti nefna eitt dæmi, sem ég kom
auga á af einskærri tilviljun. í lista sínum bókar Marina Mundt sem
plús-orð Sturlu atviksorðið hversdagliga, með 16 dæmi. En til-
fellið er, einsog mín eigin orðasöfnun frá Sturlu sýnir, að öll þessi
16 dæmi eru í Hákonar sögu, ekkert í íslendinga sögu. Við höfum
hér með öðrum orðum mjög áberandi plús-orð í Hákonar sögu,
orð sem er um leið mínus-orð í Islendinga sögu. Það væri einkenni-
leg slysni, ef þetta reyndist einsdæmi í þessum lista. En fáein
slík dæmi væru nóg til að raska heildarmyndinni algerlega.
Það er sem sagt óskilj anlegt, að Marina Mundt skuli ekki hafa
notað einstakt tækifæri til að sýna okkur útkomuna af samanburði
við Hákonar sögu og íslendinga sögu hvora um sig. Þar sem hvor
þessara texta er rúmlega helmingi lengri en Knýtlinga, hefði mis-
munurinn í stærð ekki heldur verið alveg eins óútreiknanlegur
liður í hugleiðingxnn um fjölda plús-orða einsog þegar hlutfallið
er 1:4. En hversvegna ekki skipta Hákonar sögu og íslendinga sögu
hvorri um sig í tvennt? Sú aðferð hefði gefið okkur fjóra Sturlu-
texta á stærð við Knýtlingu, eða aðeins stærri, að bera saman við
þá síðarnefndu við nokkurn veginn sömu kjör. (A. m. k. þegar
um Hákonar sögu er að ræða; en einsog þegar hefur verið bent
á, virðist næstum því sjálfsagt, að íslendinga saga ætti í „sam-
keppni“ sem þessari að „sigra“ hvaða konungasögu sem er.) Það
3