Skírnir - 01.01.1971, Page 36
34
PETER HALLBERG
SKÍRNIR
hefði með öðrum orðum verið mjög auðvelt að gefa sannfærandi
mynd af raunverulegum skyldleika milli Laxdœlu annarsvegar og
SíwrZu-textanna og Knýtlingu hinsvegar. En áður en það verður
gert - það ætti ekki að vera nema fáein dagsverk með aðgang að
orðasöfnum Marinu Mrrndt - eru tölur hennar lítils virði sem sönn-
unargögn um skyldleika.
Það eru auðvitað einnig aðrir liðir í rannsókn Marinu Mundt.
En aðalatriði og undirstaða allrar rannsóknarinnar eru listar hennar
yfir plús-orð og mínus-orð, athugasemdir og niðurstöður hennar
í sambandi við þá. Og einsog þessari rannsókn nú er háttað - með
fjórum sinnum lengri texta Sturlu á móti Knýtlingu, og án þess
að munur sé gerður milli Hákonar sögu og Islendinga sögu -
sanna tölurnar sem sagt ekki neitt. Það væri reyndar vel hægt að
túlka þær öfugt við Marinu Mundt: sem bendingu um að Knýtlinga
sé náskyldari Laxdœlu heldur en Sturlal
Að því er ég fæ bezt séð, hnekkir þessi rannsókn með engu móti
þeirri skoðun minni, að Laxdœla og Knýtlinga séu eftir sama mann,
og að sá maður sé að öllum líkindum Ólafur Þórðarson hvítaskáld.
Það kemur manni dálítið einkennilega fyrir sjónir, að gagnrýni
Marinu Mundt á ritum mínum um þetta efni skuli vera svo yfir-
borðsleg einsog raun ber vitni. En eftir að ég setti fyrst fram
skoðun mína í Studia Islandica 22 (Reykjavík 1963), hef ég rök-
stutt hana í smærri greinum út frá nýjum sjónarmiðum. I bókinni
Stilsignalement och jörfattarskap i norrön sagalitteratur. Synpunkter
och exempel (Göteborg 1968) hef ég í sérstökum kafla tekið mál-
ið upp til endurskoðunar á grundvelli samanburðar við fjölda
nýrra texta; styrkir sá samanburður mjög upprunalegar niðurstöð-
ur mínar. En þeirrar bókar er yfirleitt ekki getið í riti Marinu
Mundt, þó að hún minnist í formála sínum á grein í bók, sem
birtist hálfu ári seinna: Afmœlisrit Jóns Helgasonar 30. júní 1969.
Rannsókn mín var í fleiri liðum. En eitt aðalatriðið var einmitt
athugun á plús-orðum Laxdœlu. Ég hafði þó hér takmarkað orða-
söfnun mína við lýsingarorð (og atviksorð) og abströkt nafn-
orð, en þær orðategundir birta samkvæmt minni reynslu helzt
sérkenni orðaforðans í Islendingasögum. Sú krafa var gerð til
plús-orðs, að tíðni þess væri a. m. k. tvöföld í Laxdœlu á við meðal-
tal í textum þeim, sem kosnir voru til samanburðar: af Islendinga-