Skírnir - 01.01.1971, Síða 37
SKÍRNIR
í LEIT AÐ HÖFUNDI LAXDÆLU
35
sögum Egla, Eyrbyggja, Njála, Grettla (samtals 258000 orð); af
konungasögum Heimskringla og Saga Olafs Tryggvasonar (A-gerti)
eftir Odd Snorrason (samtals 271000 orð) = 529000 orð. Á þann
hátt „síuðust“ út eftirfarandi plús-orð í Laxdœlu:
af lýsingarorðum (og atviksorðum) þessi 19: brátt, löngum, menntr,
mikils verðr, nauðigr, óðr, ráðligr, reiðuligr, sannligr, skapstórr,
stórmannligr, störœttaðr, sœmiligr, tiginn, vandliga, vígligr, vin-
sœll, virðuligr, vœnligr;
af abströktum nafnorðum þessi 16: afarkostr, ást, auðn, blíða, fé-
gjöf, forsjá, frásögn, frœndsemi, heimboð, hugboð, líflát, mann-
raun, ofrefli, (ó)sómi, vili, œtlan.
(Af þessum 35 orðum vantar í plús-orða-lista Marinu Mundt brátt,
löngum, mikils verðr, nauðigr; hugboð, (ó)sómi, vili. En sá mun-
ur hlýtur að stafa aðallega af því, að samanburðartextar okkar eru
ekki algerlega þeir sömu; þar sem ég hafði Grettlu og Sögu Olafs
Tryggvasonar eftir Odd Snorrason, hefur hún Bjarnar sögu Hít-
dœlakappa og Hrafnkötlu.)
Tíðni þessara 35 orða í Laxdœlu reyndist vera 56.0 á 10000 orð-
um; en það er sá mælikvarði, sem mér hefur virzt hagkvæmastur,
og sem ég hef tekið upp í ofannefndri bók Stilsignalement och
författarskap i norrön sagalitteratur. Tilsvarandi tölur í hinum
upprunalegu samanburðartextum voru þessar: Egla 15.0, Eyrbyggja
12.0, Njála 10.0, Grettla 13.0; Heimskringla 16.5, Saga Ólafs
Tryggvasonar eftir Odd Snorrason 20.0.
Þegar fleiri og fleiri textar drógust inn í samanburðinn, birtist
sérstaða Laxdœlu í æ skærara ljósi. Aðeins ein saga reyndist þar
„samkeppnishæf“: Knýtlinga með 47.0/10000. í töflu 5 (bls.
203-205) í Stilsignalement och författarskap i norrön sagalitteratur
eru gefnar tilsvarandi tölur fyrir 11 konungasögur auk Knýtlingu
(Heimskringla er þá talin ein ,,saga“); 39 Islendingasögur auk
Laxdœlu; Sturlunga sögu, 10 mismunandi texta, meðal þeirra
Islendinga sögu; fornaldarsögur og nokkrar aðrar, samtals 7;
þýðingarnar Alexanders sögu, Karlamagnús sögu og Gyðinga sögu.
Að Knýtlingu og Laxdœlu undanteknum eru þetta samtals 70 textar
með 2170000 orð. Af konungasögum kemur Morkinskinna með 30.0
næst Knýtlingu, en af Islendingasögum Bandamanna saga (K-gerð)
með 37.0 næst Laxdœlu. Tala Bandamanna sögu er yfirleitt sú hæsta
í þessum 70 samanburðartextum.