Skírnir - 01.01.1971, Page 40
SIGURÐUR LÍNDAL
Þjóðarflutningur til Jótlandsheiða
Hugleiðing um sögulegar staðreyndir
Sú saga, að dönsk stjórnvöld hafi haft í hyggju að flytja alla ís-
lendinga brott af landinu til JótlandsheiSa eftir móSuharSindin,
hefur mörgum orSiS harla minnisstæS. Til hennar hefur einatt
veriS vitnaS í ræSum og ritsmiSum, og í fullan mannsaldur hefur
hún staSiS á síSum þeirra bóka, sem uppvaxandi kynslóSum hefur
veriS ætlaS aS nema af fróSleik um sögu þjóSarinnar. MeSan fjand-
skapur viS Dani taldist einna áþreifanlegast merki mn íslenzka
þjóShollustu, þótti fátt betra en þessi saga til marks um skamm-
sýni og úrræSaleysi danskra stjórnvalda, þegar vanda bar aS
höndum. Sagan er víSa til á prenti, en dæmi úr kennslubókum
skulu lálin nægja hér.
ÁriS 1904 kom út eftir Boga Th. Melsted sagnfræSing Stutt
kennslubók í Islendinga sögu handa byrjendum. Var hún notuS til
kennslu í barnaskólum næsta áratuginn og jafnvel nokkru lengur.
Segir þar um þetta efni:
Árið 1785 var skipuð nefnd manna í Kaupmannahöfn til þess að íhuga hag
Islands, og var þá ráðið að flytja biskupsstól og latínuskólann frá Skál-
holti . . . til Reykjavíkur, en selja stólsjarðimar. . . . Einnig var í nefnd
þessari talað um að flytja alla íslendinga af landi burt og setja þá niður
á heiðamar á Jótlandi. (82)
Bók þessi kom síSar út í tveimur útgáfum - síSast 1914 - og
var textinn þar óbreyttur. — Islandssaga Jónasar Jónssonar frá
Hriflu kom fyrst út áriS 1915 og leysti brátt bók Boga Th. Melsteds
af hóhni. Um þjóSarflutninginn segir þar þetta:
Danska stjómin setti nefnd manna til aÖ íkuga, hvað gera skyldi, og var
Jón Eiríksson í henni, en fékk litlu ráðið. Vildu þá sumir flytja alla íslend-
inga suður á Jótlandsheiðar, en þó var horfið frá því ráði. (78)