Skírnir - 01.01.1971, Side 41
SKÍRNIR
ÞJÓÐARFLUTNINGUR
39
Stóð þetta óbreytt í bókinni til ársins 1968, en þá var síðasta
málsgreinin felld brott. - Auk bókar Jónasar er nú einnig kennd
í barnaskólum íslandssaga eftir Þórleif Bjarnason námsstjóra.
Þar segir svo um þennan fyrirhugaða brottflutning íslendinga:
I Kaupmannahöfn var skipuð nefnd til þess að' ráða bót á þessum hörm-
ungum. I nefndinni átti Jón Eiríksson sæti meðal annarra. Ymsar ráðagerðir
voru þar á prjónunum. Meðal annars kom til tals að flytja bjargþrota fólk
frá Islandi til Danmerkur til þess að létta á þeim íbúum landsins, sem gátu
framfært sig sjálfir. En ekkert varð úr þeirri ráðagerð. Mörgum mun hafa
fundizt eftir þessar náttúruhamfarir, að land okkar væri lítt byggilegt. (2.
hefti, 37)
í framhaldsskólum hafa einkum tvær bækur verið notaðar sem
kennslubækur í íslandssögu síðustu áratugi: íslandssaga eftir Jón
Aðils prófessor og íslendingasaga eftir Arnór Sigurj ónsson. - Bók
Jóns Aðils kom fyrst út árið 1915. Hefur hún síðan verið aðal-
kennslubók menntaskólanna í íslandssögu og prentuð í 4 útgáfum.
Þar er þjóðarflutningssagan í þessari gerð:
Var þá (í móðuharðindunum) safnað stórmiklum gjöfunt í löndum Dana-
konungs, en nefnd manna sett í Kaupmannahöfn (1785) til að leggja ráð á,
hvað gera skyldi, og kom þá jafnvel til tals, að flytja Islendinga alla af landi
brott og setja þá niður á Jótlandsheiðar. (318)
Stóð þessi texti óbreyttur í 2. útgáfu bókarinnar, sem út kom
1923. Orðalagi var hins vegar breytt nokkuð í 3. útgáfu bókarinnar,
sem kom út árið 1946. Þar er orðum hagað á þessa leið:
Var þá (í móðuharðindunum) safnað stórmiklum gjöfum í löndum Dana-
konungs, en nefnd manna sett í Kaupmannahöfn (1785) til þess að leggja ráð
á, hvað gera skyldi, og voru vandræði mikil, og kom þá jafnvel til tals, að
flytja fólk af landi brott. (283)
Þannig stendur þetta óbreytt í 4. útgáfu bókarinnar 1962. -
Islendingasaga Arnórs Sigurjónssonar kom fyrst út árið 1930. Segir
þar:
Er tíðindi af Móðuharðindunum fréttust til Kaupmannahafnar, skipaði
stjórnin nefnd manna, til að leggja ráð á, hvernig létta mætti hörmungar
þjóðarinnar. I þeirri nefnd átti Jón Eiríksson sæti. . . . Sú tillaga til bjarg-
ráða var rædd með nefndinni í fullri alvöru, að flytja alla íslendinga á Jót-
landsheiðar,þar sem beitilyngið og melgresið börðust við foksandinn. (291-292)
Bókin kom út í 2. útgáfu 1942, og þar falla orð að heita má á
sama veg. í 3. útgáfu bókarinnar, sem út kom árið 1949, er síðari