Skírnir - 01.01.1971, Qupperneq 43
SKÍRNIR
ÞJÓÐARFLUTNINGUR
41
prcntuð er í „Lýðir og landshagir" I. s. 114-137 og áréttaði í VII. bindi
Sögu Islendinga s. 282-285, að allt of mikið hefur verið gert úr þessum ráða-
gerðum um flutning íslendinga. í ljósi þeirra gagna, sem Þorkell vitnar til,
er fjarstæða að halda því fram, að slíkir flutningar hafi helzt verið fundnir
til bjargar í „konunglegum ráðuneytum". Slík sagnfræði þvert ofan í heim-
ildir dugar ekki, þó að hins vegar sé ekki næg ástæða til að neita, að hug-
myndinni hafi verið hreyft.
Ekki leið þó lengi, unz miklu harðari hríð var gerð. Sigfús Hauk-
ur Andrésson skjalavörður kallaði frásögn þessa falskenningu og
veittist að henni með stóryrðum í grein, sem birtist í Morgunblað-
inu 12. október 1969 undir fyrirsögninni: Falskenningin um fyrir-
hugaðan þjóðarflutning til Jótlandsheiða og staða íslenzkrar sagn-
fræði. Höfundur segir tilgang greinar sinnar vera að gera eina
„augljósa missögn bókarinnar . . . að frekara umtalsefni og víkja út
frá því örlítið að stöðu íslenzkrar sagnfræði“. Missögnin er „gamla
sagan um það, að dönsk stjórnvöld hafi hugleitt að flytja alla
íslendinga suður á Jótlandsheiðar eftir áföll móðuharðindanna,
en hún hefir til skamms tíma verið talin til fullgildra sanninda í
kennslubókum í Islandssögu, og enn er sífellt klifað á henni í ræðu
og riti,“ eins og komizt er að orði. Þá segir:
Eins og vakin er athygli á í Reykjavíkurbréfi, afsannaði Þorkell Jóhannes-
son reyndar þessa sögu í Andvaragrein árið 1945, og sú grein hefir síðan verið
endurprentuð í ritgerðasafni hans, „Lýðir og landshagir", auk þess sem aðal-
atriði hennar eru rakin í Sögu íslendinga, VII. bindi. Ætti því öllum þeim,
sem láta sig íslenzka sögu einhverju skipta, að vera vorkunnarlaust að vita
hið rétta í þessu efni.
Sigfús rekur, hvernig þessi þjóðarflutningssaga sé til orðin og
kemst að þessari niðurstöðu: Sagan hyggist á örstuttum frásögn-
um þriggja samtíðarmanna: Hannesar Finnssonar biskups, Magn-
úsar Stephensens dómstjóra og Jóns Espólíns sýslumanns. „Enginn
þeirra virðist hafa stuðzt við nein skjalleg gögn, heldur aðallega
við hviksögur, eins og nánar verður drepið á síðar.“ Þá er stuttlega
hefur verið gerð grein fyrir ummælum Hannesar Finnssonar, segir:
Jón Sigurðsson hefir svo að öllum líkindum stuðzt við bók Hannesar árið
1840, er hann skrifaði innganginn að „Fréttum frá fulltrúaþinginu í Hróars-
keldu“, en þar segir hann, að árin 1784-1785 hafi verið ráðgert að flytja
allt fólk af landinu og fá því bústaði á „Lyngheiði á Jótlandi“. Þessi saga
var í rauninni allgott vopn í sjálfstæðisbaráttunni, og aðrir notuðu hana
þannig á eftir Jóni. Vera má, að hann hafi trúað henni um þetta leyti, en á