Skírnir - 01.01.1971, Page 45
SKÍRNIR
ÞJÓÐARFLUTNINGUR
43
vera til í skjalasöfnum stj órnardeilda, ef ráðagerðir hefðu orSiS
um slíka mannflutninga, að Danir hefSu í rauninni gefiS landiS
upp á bátinn handa hverjum sem hafa vildi, ef þeir tæmdu þaS, en
slíkt hafi svo sannarlega ekki veriS stefna dönsku stj órnarinnar á
þeim tíma. LokaniSurstaSan verSur síSan þessi:
011 rök hníga þannig í eina og sömu átt, nefnilega að dæma þjóðflutnings-
söguna dauffa og ómerka. En það verður að teljast sagnvísindum okkar til
heldur lítils sóma, að hálf önnur öld skyldi líða frá því slík fjarstæða
hirtist fyrst á prenti þar til íslenzkur sagnfræðingur tók sér loks fyrir hendur
að afsanna hana.
3. Ekki þarf aS efna til langrar orSræðu um það, að hvaðeina,
sem sagt er og skráð um atburði liðins tíma, verður að hafa stuðn-
ing þess, sem kallað er söguleg heimild. Ummæli sín um þá atburði
verður sagnaritari að styðja við slík heimildagögn - þar má hann
engu við auka, né heldur neitt undan fella. Annars er í þessu sam-
hengi ekki ætlunin að ræða nánar, hvað sé söguleg heimild og því
síður að ráðast í það stórræði að finna því fyrirbæri almenna
skilgreiningu. VerSur á þaS treyst, að merking þess eigi einhverja
stoð í almennri málvenju. En hvaða hugmyndir, sem menn kunna að
hafa um sögulegar heimildir, er hitt augljóst, að allar þurfa þær
einhverrar úrvinnslu við - þær verður að túlka og skýra - þeim
verður að skipa í eitthvert rökrétt og eðlilegt samhengi, en við
þá iðju er ófátt, sem gæta verður að. Einungis eitt skal sérstak-
lega nefnt hér: Sögu ber að skrá þannig, að glöggt megi ráða ;af
framsetningu, hvað heimild segi og hvað sagnaritari. Hann má
aldrei dylja, hvernig hann umgengst heimildir sínar.
MeS því að hér er verið að fjalla um það, hvort komið hafi til
tals árið 1784 að flytja alla íslendinga á JótlandsheiSar, her sam-
kvæmt þessu fyrst að huga nánar að því, hverjar séu heimildir sög-
unnar og hvað þær segi.
Áður er þess getið, að þrír menn, er lifðu samtíða atburðunum,
hafi upphaflega fært sögu þessa í letur, þeir Hannes Finnsson biskup
í Skálholti, Magnús Stephensen, síðar lögmaður og yfirdómari,
og Jón Espóhn sýslumaður og sagnaritari. Fyrst kom fyrir almenn-
ingssjónir það sem Hannes Finnsson ritaði. Ummælin er að finna
í riti hans Um mannfœkkun af hallœrum á Islandi, sem upphaflega