Skírnir - 01.01.1971, Page 48
46
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
var frábær að afköstum, en hins vegar skortir nokkuS á nákvæmni
og vandvirkni í vinnubrögðum. Sagnarit hans eru því ekki alls kost-
ar traustar heimildir.3
AS þessu athuguðu verður að telja, að rit þeirra Hannesar Finns-
sonar og Magnúsar Stephensens séu traustar heimildir um þetta
efni - jafnvel eins og þær gerast beztar. Hér halda á penna menn í
þess háttar trúnaðarstöðum, að embættisskylda bauð þeim að fylgj-
ast sem gerst með atburðum og báðir að auki vel til fræðaiðkana
fallnir.
Það, sem Jón Espólín ritar, verður hins vegar að teljast mun lak-
ari heimild. Hann stóð miklu fjær atburðum og líklegra, að hann
hafi fremur stuSzt við það, sem aðrir hermdu en eigin reynslu.
Frásögn hans birtist og miklu síðar á prenti en frásögn hinna.
4. En hverju sætir það þá, að nú rúmum 170 árum eftir að rit
Hannesar Finnssonar birtist fyrst, að ummæli hans eru dregin í efa
jafnákaflega og raun ber vitni? Eins og fyrr er nánar rakið, var
bæði í Reykj avíkurbréfi og grein Sigfúsar Hauks Andréssonar
vitnað til Þorkels Jóhannessonar prófessors. SagSi í Reykjavíkur-
bréfi, að hann sannaði í ritgerð sinni, að of mikið hefði verið gert
úr fyrirætlunum um þjóðarflutninginn, en í grein Sigfúsar Hauks
Andréssonar, að hann hefði „afsannað þessa sögu“.
RitgerS Þorkels Jóhannessonar, sem þarna er rætt xun, nefnist Við
Skaftárelda og birtist í Andvara 1945. Hún virSist samkvæmt fram-
ansögðu valda öllum umskiptunum, og er því þungamiðja þessa
máls. I eftirfarandi kafla ritgerðarinnar getur að finna rök hans
gegn þjóSarflutningssögunni:
I kennslubókum okkar í Islendingasögu er fortakslaust frá því skýrt, að í
ráði hafi verið 1785 að flytja alla Islendinga af landi brott og setja þá niður
á Jótlandsheiðar. Flestum hefur minnisstætt orðið, að svo báglega hafi
þjóðin eitt sinn stödd verið og ráðamenn hennar svo vonlausir um framtíð
hennar, að til mála kæmi að flytja hana á brott og leggja landið í auðn.
Hefur slíks að vonum oft minnzt verið og talið eitt ljósasta vitnið um óstjóm
Dana og illa meðferð þeirra á landi og þjóð. Rétt er að geta þess, að saga
þessi er næsta gömul í fyrstu gerð sinni. Hannes biskup Finnsson getur þess
í ritgerð sinni um hallæri, er út kom 1796, „að jafnvel 1784 var komið fyrir
alvöru í tal að sækja allt fólk út úr landinu til Danmerkur og gera þar af
því nýbýlinga." Ritgerð þessi hefur jafnan þótt stórmerk og víða til hennar